Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 149
MOLAÞING
147
ingur bróðir hans varð bóndi á Vattarnesi, og naut því gæða
Skrúðsins eins og aðrir Vattarnessbændur.
Leikrit Björgvins Guðmundssonar tónskálds. — Veturinn
1941 skaut Skrúðsbóndi upp koliinum norður á Akureyri er
Leikfélag Akureyrar sýndi Skrúðsbóndann eftir Björgvin
Guðmundsson. Skrúðsbóndi Björgvins á harla lítið skylt við
bergrisa þjóðsögunnar, og hið sama má raunar segja um
prestsdótturina, sem er aðalpersóna leikritsins þótt það beri
nafn bónda. Aðeins ytri h’.ið þjóðsögunnar, Skrúður og Hólm-
a;r, og sum atvik hennar er notað sem vettvangur atburða.
Eigi að síður hefir leikritið sér margt til ágætis, þótt það hafi
íítt eða ekki verið tekið til meðferðar síðan.
Efni leikritsins er í stuttu máli það, að dóttir Hólmaprests,
sem er í rómantískri ástarsnertingu við öðlingspilt, heillast
af gö'dróttum flagara og hverfur með honum í Skrúð, þar
sem hún lifir í taumlausum nautnaiðkunum við dans dólga og
léttlætiskvenna og holdlegar lystisemdir, unz lengi vel van-
máttug heiliakona hennar lætur hana drekka úr bikar tár
þeirra er grátið hafa örlög hennar. Þá vitjar fortiðin hennar
á ný, og henni tekst að sleppa frá hinum glæsta bósa er forð-
um nam hana á brott — og var náttúrlega Skrúðsbóndi sjálf-
um, ýmist mennskur eða tröll eftir hentugleikum — fullsödd
og 'meir'a en það á öllu svallinu, hafði meira að segja áður
setið löngum stundum með brúðu sveipaða í reyfar; hún er
„geggjuð ræfillinn", segir bóndi og finnst nú lítið í hana varið.
Undir lokin er prestsdóttir komin í námunda við Hólmakirkju
og heyrir á tal æskuelskhuga síns er hann lýsir órofa tryggð
við hana, og hann segir einnig lát föður hennar. Þá skilur
prestsdóttir gerðir sinar og líf allt í einu, svipur móður henn-
ar birtist henni, og hún deyr á þeirri stund.
Laun syndarinnar er dauði, og þó gat hún ekkert að þessu
gert, því að strax í frumbernsku voru henni gerð álög sem
vonlaust var að streitast gegn, af norn sem vitjaði hennar í
vöggu og lagði allt þetta á hana til þess að ná sér niðri á
prestskonunni sem náð hafði presti frá henni fyrr meir. Þarna
voru því syndir (eða gerðir) feðranna að koma niður á
kjrakkaskinninu, og gerist það að visu oft, þótt það brjóti í
bága við hversdagslega réttlætiskennd manna og bendir til að
örlagadómum og lífseðli sé á annan veg farið en okkur er inn-
prentað og nær hinni djúpu örlagatúlkun þjóðsagna. Leikritið