Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 155
MÚLAÞING
153
Þarna fæddust þeim fjórir synir. Allir urðu synir þeirra, átta
að tölu, fullorðnir menn. Sá yngsti þeirra, Einar að nafni,
drukknaði fyrir fáum árum. Árið 1928 flutti fjölskyldan frá
Garði og í skólastjóraíbúð barnaskólans á Vopnafirði. Var
þar mun meira húsrými en á Garði. Þarna ráku þau Björn og
Anna um margra ára skeið greiðasölu og gistingu á sumrum
með miklum myndarbrag. Húsrúm var oft takmarkað á heim-
ili þeirra hjóna, en reglusemi, góðvild og gestrisni réöi þar
alltaf ríkjum. Eins og áður segir, hætti Björn kennslu árið
1961. Hafði hann þá kennt í Vopnafirði í 40 ár, þar af þrjú
í sveitinni. Fáum árum áður hafði hann og sonur hans, Sig-
urður, byggt vandað íbúðarhús skammt frá skólanum. Sig-
urður er kvæntur Þuríði Eyjólfsdóttur frá Melum í Fljótsdal.
Húsið heitið Holt. Undanfarin ár hafa báðar fjölskyldurnar
búið í þessu húsi. í haust varð þarna breyting, að visu ekki
alveg óvænt. Hin dugmikla, aldna húsfreyja Anna Magnús-
dóttir andaðist hinn 17. október 1967.
Jón Eiríksson, sem þessa þætti setur á blað, er fæddur 28.
janúar 1891 að Refsmýri í Fellahreppi. Foreldrar: Eiríkur
Jónsson bóndi þar og Guðbjörg Gunnlaugsdóttir kona hans.
Ólst upp hjá foreldrum sínum og víðar á Héraði. Tók kenn-
arapróf 1912. Kennari í Jökulsárhlíð 1912—1917, Fellahreppi
1917—1918, Eiðaþinghá 1918—1919, farkennari í Vopnafjarð-
arhreppi 1925—1947. Kvæntist 28. janúar 1924 Láru Runólfs-
dóttur Hannessonar í Böðvarsdal og Kristbjargar Pétursdótt-
ur konu hans.
Árin 1925—1947 bjuggum við Lára í tvíbýli við tengdafor-
eldra mína og síðar syni þeirra í Böðvarsdal, en fluttum í
Torfastaði árið 1947.
Þó að búskapur okkar í Böðvarsdal væri ekki stór, þurfti
ég vetrarmann. Ráðningartími minn var sex mánuðir, nóv-
ember til apríl, báðir meðtaldir. Börnunum var skipt í þrjá
flokka, og átti hvert barn að fá átta vikna kennslu. Prófi og
skýrslugerð var vanalega ekki lokið fyrr en 3.—7. maí. Var
stundum ekki auðvelt að fá mann svona langan tíma. Bræður
Láru voru hjá okkur til skiptis fyrstu árin. En svo fóru þeir