Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 156
154
MÚLAÞING
að heiman, annaðhvort í nám eða sjálfsmennsku. Varð þá að
leita til vandalausra. Voru ýmsir hjá okkur á þessum árum
og eins og gengur ólíkir. Gekk þó allt árekstralaust og oftast
vel. Var það ekki sízt reglusemi og iagni konu minnar að
þakka. Ég þakka öllum þeim, sem hjá okkur voru á þessum
árum. Ég nefni aðeins einn þeirra, Jóhann Hrólfsson á Vak-
ursstöðum. Hann var hjá okkur fleiri vetur í Böðvarsdal en
aðrir. Hann var líka hjá okkur á Torfastöðum. Ég gat alltaf
farið rólegur að heiman, þegar hann var kominn. Trúmennska
hans var einstök. Ég tel farkennslutímabilið á enda, þegar
við flytjum í Torfastaði. Áður hafði oftast orðið að skipta
um dvalarstað mánaðarlega á hverjum vetri. Nú dvaldi ég
heima hjá fjölskyldu minni. Áður hafði börnunum, sem næst
voru hverjum skólastað, verið kennt saman, án tillits til
aldurs. Nú voru börn’n flokkuð eftir aldri í tvær deildir og
hvorri deild kennt fyrir sig. Nú fyrst gátu bækur og kennslu-
tæki komið að notum, þó að þau væru fábrotin fyrst í stað.
Ég get þess til gamans, að á ferðum mínum hafði ég vanalega
með mér þrjú kennslutæki. Þau voru: íslandskort, veggtafla,
sem vefja mátti upp, og bókin Dýramyndir eftir Árna Frið-
riksson. Svona var þetta fyrir 30—40 árum. Nú tilheyrir
þetta liðna tímanum eins og t. d. húslestrar eða rímnakveð-
skapur.
Fyraitu árin, sem ég var hér farkennari, var ætlazt til að
10—14 ára börn væru í skóla tvo mánuði á vetri minnst og
helzt þrjá mánuði fermingarárið. Var börnunum jafnað á
heimilin samkvæmt því. Skólanefnd vildi helzt ekki að börnin
væru færri en átta á hverjum stað. Sums staðar gátu börn
gengið af næstu bæjum, einkum þegar leið á vetur. Venju-
lega var hver hópur fjórar vikur í einu hjá kennaranum.
Það var mikið rask fyrir heimilin að taka skólann. Á mörg-
um heimilum var það ómögulegt vegna þrengsla. Allir vildu
helzt losna við þessa kvöð, sérstaklega þeir, sem fá eða engin
böm áttu. Þrjú til fjögur heimili tóku skólann svo að segja
á hverjum vetri, fjórar vikur eða fleiri. Alls staðar tóku hús-
ráðendurnir á móti mér og krökkunum með vinsemd og gest-