Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 157
MÚLAÞING
155
risni og buðu okkur í bæinn. Aðeins á þrem þessara bæja eru
húsráð'endurnir, þ. e. a. s. hjónin enn á sínum stað, þó að
búsforráðin séu að meira eða mmna leyti kornin í hendur
barna þeirra. Hjónin, sem þá voru á hinum bæjunum, eru
dáin annað hvort eða bæði eða þau hafa flutt burt. Sýnir
þetta hve hverfult mannlífið er. Öllu þessu ágæta fólki lífs
og liðnu flyt ég innilegar þakkir. Það var mér ávinningur að
fá tækifæri til að kynnast þessum mörgu heimilum. Húsa-
kynni og efnalegar ástæður voru að vísu nokkuð mismunandi
og bæjarbragur ekki alls staðar eins, en góðvdd og gestrisni
var sameign allra. Þá höfðu menn enn í heiðri ýmsar fornar
dyggðir, sem vel höfðu reynzt í baráttu kynslóðanna, eins og
t. d. iðjusemi, reglusemi, sparsemi og nýtni. Setti það svip
sinn á heimilin, einkum innan bæjar. Þá lærði ég að meta
þátt húsfreyjunnar í mennmgu heimilanna og þjóðfélagsins.
Áður en lengra er haldið nefni ég Vopnfirðing, sem um
árabil starfaði að kennslu í sveitinni. Er það Stefán, sonur
Ásbjarnar Stefánssonar bónda á Guðmundarstöðum og Ástríð-
ar Sveinsdóttur konu hans. Fæddur er Stefán 4. október 1910.
Ólst hann upp á Guðmundarstöðum í stórum systk'nahóp.
Voru foreldrar hans merk og myndarleg hjón. Þar var og
heimilisföst Sesselja kennslu- og saumakona, föðursystir Stef-
áns. Stefán var í Menntaskóla Akureyrar 1926—1929, heim-
iliskennari í Vopnafirði á árunum 1935—1945, t. d. á Ás-
brandsstöðum, Felli, Ljótsstöðum og víðar. Hann er bók-
hneigður, hefur flutt þætti í útvarp. Bóndi á Guðmundar-
stöðum.
Þá vil ég nefna Kjartan Björnsson. Hann stundaði einnig
kennslu um árabil. Kjartan er fæddur 5. febrúar 1918. For-
eldrar: Björn Ólafsson frá Setbergi í Vopnafjarðarkauptúni
og kona hans Hólmfríður Vilhjálmsdóttir frá Sunnudal. Ölst
hann upp hjá foreldrum sínum hér á Vopnafirði og stundaði
sjósókn og aðra algenga vinnu. Nám sitt í barna- og ung-
lingaskólanum hér stundaði hann af alúð. Hafði hann löngun
og hæfileika til langskólanáms, en efnahagur leyfði það ekki.
Hann var í Samvinnuskólanum 1938—1939. Kenndi í Vopna-