Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 159
MÚLAÞING
157
frú Kristínu, en síðar á allri jörðinni. Frú Guðbjörg er gáfuð
kona og vel menntuð. Tók hún kennarapróf í Reykjavík 1911
og stundaði síðan farkennslu á ýmsum stöðum til 1917.
Kenndi við Barnaskóla Vopnafjarðar 1917—1919. Hug sinn
til fræðslustarfsins sýndu þau sr. Jakob og frú Guðbjörg í því
að taka skólann á heimili sitt flesta vetur í fjórar t:l útta
vikur frá 1928—1947. Eru þó tveir vetur undanskildir. Um
áramótin 1933—1934 brann bærinn á Hofi. Bjargaðist fólkið,
en þó naumlega. Verður þeirri eyðileggingu ekki lýst hér.
Aðeins skal þess getið, að prófastshjónin og fólkið allt tók
þessu með æðruleysi og stillingu. Voru þau hjón strax ein-
huga um, að sjálfsagt væri að byggja að nýju eins fljótt og
því yrði við komið. Varð að leita til kirkjuyfirvalda með fjár-
framlög og gerð þessa nýja húss. Á næstu tveimur árum var
reist á Hofi myndarlegt prestseturshús. Var það næsta ólíkt
galnla bænum og á öðrum stað á túninu. Þetta hús stendur
ennþá. Þó hafa verið gerðar breytingar á innréttingu þess.
Á þessum árum var samkomuhús á Hofi. Var það e:n hæð
án kjallara. Gólfflötur var nokkur, en annars gert af van-
efnum. Nú var þetta hús þiljað í tvennt, og fengu prófasts-
hjónin jþað til íbúðar, meðan smíði nýja hússins stóð yfir.
Þarna vantaði ýmis þægindh en þau létu það ekki á sig fá. Á
Hofi var heimili þeirra. Svo kom að því að þau gátu flutt
í nýja húsið. Held ég að þau hafi kunnað þar vel við sig frá
upphafi. Að vísu þurfti allt að kaupa: húsgögn, búsáhöld,
bækur. En þetta kom allt furðu fljótt. Hver nýr hlutur gerði
húsið heimilislegra. Varanlegasta ánægju veitti þó orgelið, að
ég held. I þessu húsi bjuggu þau frú Guðbjörg og sr. Jakob,
meðan þau voru á Hofi. Þar leið þeim vel. Það áttu þau
skilið. Það hafði kostað þau erfiði og áhyggjur að koma því
upp. Yfirsmiður Jón Grímsson Vopnafirði. Þess er áður getið,
að ‘þau hjón hafi tekið skólann á heimili sitt um árabíl,
nokkrar vikur á vetri. Fullyrði ég, að minningin um he;mi)is-
hætti á Hofi og framkoma hjónanna þar hafi verið börnunum
heilladrjúgt veganesti.