Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 161
MÚLAÞING
159
15. apríl 1945 með sóknarprestinum, sr. Jakob; Einarssyni,
þeir Björn V. Metúsalemsson á Svínabökkum og Friöbjörn
Kristjánsson á Hauksstöðum. Voru þeir umsjónarmenn sjóðs-
ins í mörg ár, nú báðir látnir.
Dánargjöfin var eftir virðingarverði metin á tæpar 90.000.00
kr. Stóðst það vel, því að gripir seldust meira en á virðingar-
verði. Var það mikið fé á þeim árum. Efldist við þetta áhug-
inn á stofnun skólans. Kom þá til greina staðarvaiið. Var rætt
um tvo staði: Hof og Torfastaði. Var þetta allmikið hitamál.
Þann 21- jan. 1946 var haldinn fundur á Vopnafirði um staðar-
valið og atkvæði greidd í lok fundarins. Reýndist meirihlut-
inn fylgjandi Torfastöðum. Hinn 6. júlí sama ár var annar
fundur haldinn á Vopnafirði um þetta mál. Á þeim fundi
mættu auk skólanefndar: Sigurður Gunnarsson oddviti, Helgi
Elíasson fræðslumálastjóri, Stefán Jónsson námstjóri og Björn
Rögnvaldsson byggingafulltrúi. Á þessum fundi ákvað
fræðslumálastjóri endanlega Torfastaði fyr'r skólasetur. Þá
var og ákveðið að hefja byggingarundirbúning í lok ágúst-
mánaðar þetta sumar. Það dróst þó fr'am í september, vegna
þess að skólanefnd gat ekki samþykkt þá teikningu að hús-
inu, sem fyrst var send.
Áður er þess get:ð, að í marz 1945 hafi verið kosin sérstök
skólanefnd fyrir farskólahverfið. Hof er á þessu svæði. Sr.
Jakob var einróma kosinn í nefndina og með honum Helgi
Gíslason Hrappsstöðum og Friðrik Sigurjónsson hreppstjóri
Ytri-Hlíð. Varamaður Páll Metúsalemsson Refsstað. Má segja
að sr. Jakob væri sjálfkjörinn formaður þessarar nefndar, því
að hann hafði verið formaður skólanefndar tvo áratugi, með-
an nefndin var ein fyrir alla sveitina. I desember þetta ár
segir sr. Jakob sig úr skólanefndinni. Var það vegna iasleika.
Fjölskylda hans og vinir vissu, að hann gekk ekki he:ll 'til
skógar á þessum árum. Það lagaðist þó síðar sem betur för.
Að svo komnu máli var Friðrik Sigurjónsson fljót’ega skipað-
ur af fræðslumálastjóra formaður skólanefndar og umsjón-
armaður með skólabyggingunni. Annaðist hann útvegun efnis,
ráðningu starfsfólks og fjárreiður allar varðandi skólabygg-