Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 162
160
MÚLAÞING
inguna. Yfirsmiður var frá upphafi Jón Grímsson, smiður á
Vopnafirði, ;sem þá var þegar búinn að ávinna sér traust í
sínu fagi. Síðan hefur hann séð um byggingu margra mann-
virkja, m. a. nýja barnaskólans á Vopnafirði, brúarsmíði o. fi.
Byggingu skólans miðaði vel áfram eftir ástæðum. Að vísu
gat ýmisiegt vantað í bili, en aldrei urðu miklar tafir af
þeim sökum. Friðrik er traustur maður og reglusamur og
Jón forkur duglegur og laginn stjórnandi. Tel ég engar ýkjur,
þótt þetta sé sagt. Árið 1949 var verkinu lokið. Húsið var
risið af grunni.
Skólinn qr kjallari, tvær hæðir og auk þess viðbygging,
leikfimisalur, sem er vinkilbygging við aðalhúsið. Fylgir þar
með áhaldageymsla og steypibað. Þangað er gengið úr kjall-
ara skólans. I kjallara er eldhús og borðstofa nemenda,
■kennslustofa fyrir handavinnu drengja, auk þess miðstöð,
þvo!ttahús o>g búr. Á miðhæð er íbúð skólastjóra. Er hún í
vesturhluta hússins og með sérstökum inngangi. I hinum
endanum er skólastofa, kennaraherbergi, gangur og forstofa.
Er hún innan við aðaldyr skólans, sem eru á suðurhlið. TTr
ganginum er stigi upp á efri hæðina. Þar er kennslustofa og
tvö iherbergi ætluð kennara. Eru á þessari hæð svefnher-
bergin fyrir heimavistina, bæði ráðskonu og nemendur, auk
geymslu og snyrtiherbergja.
Hver var Alexander?
Alexander var Stefánsson fæddur 14. desember 1909 að
Skeggjastöðum á Jökuldal. Hann var sonur hjónanna Stef-
áns Alexanderssonar og Antoníu Antoníusdóttur, sem þá
voru á Skeggjastöðum í éinhvers konar sjálfsmennsku. Þegar
Alexander er tveggja ára flyzt hann með foreldrum sínum að
Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Átta ára að aldri fer hann
að Fremraseli í Hróarstungu til Guðfinnu móðursystur sinnar
og manns hennar, Þorvarðar Péturssonar, sem þá bjuggu þar.
Þegar hann fermist á hann heima á Vaðbrekku í Hrafnkels-