Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 164
162
MULAÞIN G
öjóðs;ns og í þriðja lagi sjálft aðalatriðið: að sjóðnum skuli
varið til byggingar heimavistarbarnaskóla í sveitinni. Virðist
mér sú ráðstöfun, sem þar kemur fram, bera vott um góðvíld
og rólega yfirvegun.
Ekki verður um það deilt, að dánargjöf Alexanders hafi
haft áhrif á skólamálin hér. Vil ég nefna tvennt: Vegna
hennar fékk farskólinn samastað einhverjum árum fyrr en
annars hefði orð:ð. Vafalaust réði gjöfin einnig úrslitum um
það, að skólinn var byggður á Torfastöðum.
i
í heima\ist
Einis og áður er sagt var byrjað á byggingu skólans tá
Torfastöðum 1946. Þá bjó Sigurður Stefánsson þar og kona
hans Matthildur Guðjónsdóttir. Var samið um það v’ð þau
hjón, að fastir verkamenn fengju athvarf þar í húsinu. Stofn-
að var matarfélag um leið og verkið byrjaði. Ráðskona þess
var frá upphafi Guðlaug Sigurjónsdótt:r, sem áður hafði ver-
ið ráðskona Alexanders. Var hún þar áfram, meðan bygging
skólans stóo yfir. Jafnframt var hún ráðskona matarfe.ags
skólabarna á Torfastöðum frá byrjun til ársins 1962. Voru
árin, sem bygging skólans stóð, næsta erfið og erlsöm fyrir
haina. ' I
Guðlaug Sigurjónsdóttir er fædd 6. maí 1903. Er hún dóttir
hjónanna Sigurjóns Hallgrímssonar og Valgerðar Helgadótt-
ur, sem lengi bjuggu í Ytri-Hlíð. Ólst Guðlaug þar upp ásamt
systkinum sínum, þe:m H. Friðriki hreppstjóra í Ytri-Hlíð,
Guðrúnu konu Sigurðar Þorsteinssonar bónda í Fremri-Hlíð,
nú látin, og Jóhönnu konu Sigurðar Gunnarssonar fyrrverandi
oddvita á Ljótsstöðum. ,,Það hefur orðið mitt hlutskipti að
vinna hjá öðrum“, segir Guðlaug. ,,Ég hef viljað gera það af
trúmennsku, en ég veit ekki hvernig það hefur tekizt“. Þessi
orð lýsa viðhorfi Guðlaugar til þeirra verkefna, sem henni eru
falin. Henni finnst hún aldrei vinna nógu mikið og nógu vel.