Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 165
MÚLAÞING
163
Okkur hjónunum finnst við sta.nda í óbættri skuld við Guð-
laugu frá samveruárum okkar á Torfastöðum. Hún var öllu
kunnug, fyrirhyggjusöm og úrræðagóð, varkár og vakandi.
Veturinn 1949—1950 var Guðlaug að mestu eða öllu leyti
heima í Hlíð. Móðir hennar var þá ve:k. Fyrri h’.uta Iþessa
vetrar var ráðskona Margrét Víglundsdóttir frá Hauksstöð-
um, nú á Vopnafirði. Seinni hlutann Jónína Björgvinsdóttir
frá Áslaugarstöðum, nú húsfreyja í Skógum. Báðar voru þær
beztu stúlkur. Að síðustu þetta: Guðlaug var fyrir skólabörn-
in sama og góð húsmóðir fyrir sitt heimili.
Ég gat þess áður, að ég telji farkennslutímabilið á jenda,
þegar við fluttum í Torfastaði 1947. Var kennt í íbúðarhúsinu
þar fyrstu tvo ^veturna. Þetta var allmyndarlegt timburhús,
kjaTari, hæð og rishæð, íbúðarhæf. Utan við aðaihúsið var
skúr með timburgólfi og kjallara undir. Var gólf hans slétt
við jkjallaragólf íbúðarhússins. Þar var fjós á vetrum. Skúr-
inn uppi var þiljaður í tvennt. Var hann nokkurs konar fjós-
baðstofa og notaður sem eldhús eða svefnhús eftir þörfum.
Kolakynt miðstöð var í kjallara íbúðarhussins.
Á Torfastöðum var ekki aðstaða til að hafa mörg börn, en
ekki lakari en víða annars staðar, þar sem fólk af góðsemi sinni
lánaði hús fyrir farskólann. Ég hef áður minnzt á þann að1-
stöðumun að kenna. á einum stað eða vera á faraldsfæti. '1
gamla húsinu var þó munurinn ekki mikill.
Árið 1949 er byrjað að kenna i skólanum við næsta frum-
stæð skilyrði. Er þá mikið eftir við innréttingu hússins. ,Þá
var þakpappi notaður fyrir gólfdúk og trérúmstæði með hey-
dýnum eins og áður í gamla húsinu. Mega næstu árin kallast
frumbýlingsár. Má þakka það skólanefnd og hreppsnefnd,
góðum tillögum námsstjóra og þó einkum velvild fræðslu-
málastjóra, að á næstu árum greiddist úr erfiðleikunum og
skólinn varð að vistlegu heimili. Gólfin voru t. d. lagfærð,
skólaborð og stólar komu í skólastofuna á miðhæð, þá komu
og fljótlega járnrúmstæði (há) og svampdýnur í svefnher-
bergi barnanna og einnig fataskápar. Litlu síðar var leikfimi-