Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 166
164
MÚLAÞING
salurinn gerður nothæfur t:l mikillar gleði fyrir börnin. Ég
tek það skýrt fram, að þetta var á engan hátt mér að þakka,
heldur áðurgreindum aðiljum.
Áður en ég lýk þættinum af byggingu skólans nefni ég
þessa þrjá menn: Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð. Hann var
formaður skólanefndar og umsjónarmaður skólabyggingarinn-
ar. Kom það í hans h’.ut að leita til þess opinbera um ifjár-
framlög, þegar byggingarsjóðurinn var þrotinn.
Sigurður Gunnarsson oddviti: Á honum hvíldi það erfiða
hlutverk að greiða úr fátækum sveitarsjóði hverju sinni, þann
hluta byggingarkostnaðar sem hreppnum bar að leggja fram
móti framlagi ríkissjóðs.
Þriðji er Jón Grímsson smiður á Vopnafirði. Hans er að
vísu áður getið. Ætla ég ekki að taka neitt af þvi aftur, sem
þar er sagt. En hlutur Jóns er svo mikill í gerð skó’.ans, að
ég vildi einnig geta hans hér. Vopnafjarðarhreppur þarf engu
að kvíða um framtíð sína, meðan hann hefur nógum mönnum
á að skipa, sem vinna verk sín með hugarfari þessara manna.
Aðaltilgangur með byggingu heimavistarbarnaskólans á
Tqi'fastöðum var sá, að skólabörnin í sveitinni væru ekki á
hrakhólum með húsnæði. Það hafa þau ekki verið síðan 1947.
Fyrirkomulag kennslunnar var það sama og áður: Börnunum
skipt í tvo aldursflokka, átti hvor að hafa þriggja mánaða
kennslu í fjögur ár. Takmarkið var það sama: að börnin gætu
skammlaust lokið fullnaðarprófi vorið sem þau áttu að
fermast. 1 í
Kennsluskilyrði voru betri í heimavistarskólanum en víðast
í farskólunum. Húsakynni voru rýmri, kennsiutæki komu
smátt og smátt og auðveldara að afla bóka. Á hinn bóginn
fannst mér gæzla barnanna erfiðari og meira bindandi en
áður í farskólanum. Mér féll afar illa, ef eitthvað fór aflaga
í skólanum, t. d. rúður brotnuðu og einkum ef börnin meiddu
sig.
Oft hafði ég áhyggjur af því, hvort börnin í mínum skóla
væru ekki lakar stödd í námi en börn á sama aldri í \Öðrum
skólum. Raunhæft mat á þessu fékkst ekki fyrr en námsstjór-