Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 167
MÚLAÞING
165
arnir fóru að ferðast um reglulega. Sumir gerðu litið úr starfi
þeirra. Mér fannst bæði hressing og uppÖrvun að fá þá í
heimsókn. Ég kynntist Stefáni Jónssyn:, Sigfúsi Jóelssyni og
Jóhannesi Óla Sæmundssyni.
Og árin liðu. Okkur leið vel á Torfastöðum. Þar er björgu-
legt og gott að búa. Næstu bæir eru Skógar utar, norðan við
Lón;n, og Ljótsstaðir lítið eitt innar í dalnum. Varia er hægt
að hugsa sér betri nágranna en þetta fólk reyndist okkur. En
þetta eru ekki æviminningar og verður ekki farið út í það
frekar. Ég ætla aðeins að minnast á hjón!n á Ljótsstöðum I,
Gunnar Sigurðsson og Ragnhiidi Gunnarsdóttur. Þau koma
við sögu skólans á Torfastöðum.
Gunnar er fæddur 1. janúar 1924, sonur Sigurðar Gunnars-
sonar bónda og oddvita á Ljótsstöðum og konu hans Jóhönnu
Sigurjónsdóttur frá Ytri-Hlíð. Hann var í M. A. veturna
1938—1939 og 1941—1942 en hefur að öðru leyti átt að mestu
le-yti heima á Ljótsstöðum. Hann kenndi börnunum söng í
heimavistarskólanum á Torfastöðum 1947—1956 og aftur frá
1960 og gerir það enn, í marz 1968. Gunnar kvæntist 1. jan-
úar 1954.
Ragnhildur Svanbjörg er fædd 10. september 1924 að
Tungu í Fáskrúðsfirði, alsystir Elínborgar, sem getið verður
hér á eftir. Ragnhildur stundaði nám í Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað 1944—1946, tók handavinnukennarapróf 1953.
Hún giftist 1. janúar 1954 Gunnari Sigurðssyni eins og áður
segir. Hafa þau síðan búið á Ljótsstöðum I. Eiga þau 'eina
dóttur. Ragnhildur hefur kennt stúlkum handavinnu í heima-
vistarskólanum á Torfastöðum frá 1961. Heimili hjónanna,
Gunnars og Ragnhildar, ber vott um dugnað og myndarbrag.
Fl’amkoma þeirra öll er á þann veg, að börn hljóta að hafa
gott af að kynnast þeim.
Vorið 1956 afréð ég að losa m;g við skólastjórastarfið (á
Törífastöðum. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að ég fann
að ég gat ekki haldið skapinu í því jafnvægi, sem ég þó hafði
getað áður. Að vísu hafði alltaf verið misbrestur á því, (en
það ágerðist með árunum. Taldi ég víst að með þessu væri