Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 168
166
MÚLAÞING
,,Ellin“ búin að setja á mig sitt mark og mundi ég ekki losna
við það að óbreyttum aðstæðum. Það studdi og þetta, að léti
Óg af starfi þetta vor, þá var nærri víst að ungur og áhuga-
samur kennari kæmi í minn stað, en óvíst hvernig til tækist
síðar. Þetta gekk fram, og var það víst bezt.
Elínborg Gunnarsdóttir er fædd 3. október 1927 í Tungu í
Fáskrúðsfirði, dóttir Gunnars Pálssonar hreppstjóra og bónda
þar og konu hans Önnu S. Vilhjálmsdóttur bónda á Brekku
í Mjóafirði. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum í Tungu. Elín-
borg lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskóla 1945 og kenn-
araprófi í Reykjavík 1949. Kennir við barnaskólann á Reyðar-
firði 1946—1947, í Mjóafirði 1949—1950, við barnaskólann á
Búðum 1951—1955 við barnaskólann á Vopnafirði og heima-
vistarskólann á Torfastöðum 1955—1956. Elínborg var skóla-
stjóri barnaskólans á Torfastöðum 1956—60. Hún hafði mikia
kosti sem kennari. Hún var stjórnsöm, glaðlynd, hafði yndi
af söng og lék á orgel. Elínborg giftist Sigurjóni S'gurðssyni
frá Ljótsstöðum 22. júní 1956, og reistu þau bú á Torfa.stöð-
um árið eftir. Gekk búskapurinn vel, enda voru þau samhent
um alla búsýslu.
Árið 1960 segir Elínborg starfinu lausu og hættir kennslu.
Seldu þau hjón búið og fluttu til Fáskrúðsfjarðar. Eftir eitt
ár .keyptu þáu jörðina Syðra-Hvarf í Svarfaðardal og haía
búið þar síðan (1967). Þau áttu tvö ung börn, þegar þau fóru
héðan.
Gísli S. Hallgrímsson varð skólastjóri á Torfastöðum 1960.
Hann er sonur hjónanna Hallgríms Gíslasonar bónda á
Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð og Guðrúnar Eiríksdóttur konu
hans. Fæddur er hann 5. júní 1932 og ólst upp heima hjá for-
eldrum sínum. Hann tók kennarapróf 1960. Kvæntur er hann
Stefaníu Hrafnkelsdóttur frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð.
Gísli varð skólastjóri í Hróarstunguskólahverfi og bóndi á
Hallfreðarstöðum. Gísli er greindur maður og gætinn og
áhugasamur kennari. Vopnfirðingum þótti fyrir að missa þau
hjón svona fljótt. „Við kunnum vel við okkur á Torfastöðum