Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 169
MÚLAÞING
167
þessi ár“, sagði Gísli, ,,en taugarnar, sem tengdu okkur við
Héraðið voru sterkari".
Núverandi skólastjóri á Torfastöðum er Skúli Þorsteinsson.
Hann er fæddur 3. ágúst 1936 á Læknisstöðum á Langanesi.
Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og á þeirra heimaslóðum.
Hann fór í Héraðsskólann á Laugum 1955 og var þar við
nám næstu þrjá vetur, tók þar gagnfræðapróf 1958. Var síðan
kennari á Hvammstanga 1958—1959, á Þórshöfn 1959—1960,
stundakennari á Laugum 1961—1962, skólastjóri á Torfastöð-
um frá 1964. Kona hans er Hólmfríður Aðalsteinsdóttir fædd
21. apríl 1942, ættuð úr Suður-Þingeyjarsýslu. Skúli er enn
ungur og líklegur til að tileinka sér nýjar leiðir í kenns’.u.
Steingrímur, sem nú kennir á Torfastöðum, er sonur Sig-
mundar Jónssonar og Kristínar Stefánsdóttur konu hans.
Bjuggu þau hjón fyrst á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, en síðar
lengi í Hvammsgerði í Vopnafirði, og þar ólst Steingrímur
upp. Möðir hans, Kristín, var syst:r Þórarins Stefánssonar
kennara og bónda í Teigi, sem áður er getið. Líkist Steingrím-
ur þesBUm frænda sínum nokkuð um gáfur og lundarfar.
Steingrímur fór í Alþýðuskólann á Eiðum og útskrifaðist það-
an. Nokkru síðar kvæntist hann Þorgerði Karlsdóttur bónda á
Rauðhólum. Hófu þau búskap á Hróaldsstöðum og búa þar
enn. Sum börn þeirra eru nú uppkomin.
Skrá yfir farkennara í Vopnafjarðarskólaliéraði
frá 1896 til 1947
1896—1902
1900—1903
1903—1912
1905—1915
1912—1913
1912—1917
1917—1918
Kristján Guðnason.
Júlíus Ólafsson.
Þórarinn Stefánsson.
Guðrún Jörgensdóttir.
Stefán Ág. Stefánsson.
S. Ingunn Gísladóttir.
Valdimar Sveinbjörnsson.