Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 171
Sigurður Vilhjálmsson ;
Hermann í Firði
Leiðréttingar og viðaukar við þátt minn
í Austurlandi III.
Eig skrifaði þátt um Hermann í Firði, sem prentaður er í
Austurlandi III. Þátt þennan tók ég saman án þess að hafa
aðrar heimildir en Sýslumannaævir með ættrakningu í 3. bindi
bls. 521 og sagnir sem ég hafði heyrt, auk sagna sem aðal-
lega greina frá kvennafari og ýmsum óknyttum Hermanns.
Sagnir þessar eru svo óvandaðar og illkvittnislegar að þær
verður að merkja sem rógburð, og er furðulegt að fróðleiks-
fúsir menn skuli leggja nafn sitt við að halda þeim til haga.
Þegar ég skrifaði þáttinn um Hermann, tók ég með nokkrar
þessara sagna til að sýna hvernig óvandað fólk reynir að
varpa skuggum á líferni merkra manna. Vitanlega hefur Her-
mann í Firði ekki verið gallalaus fremur en aðrir dauðlegir
menn. Hann hefur verið óvenjulegur maður á þeim tíma sem
hann var uppi á, og farið sínar götur, hiklaus og frjálsmann-
legur, þrátt fyrir þær hömlur sem þá voru á lifnaðarháttum
og viðskiptum manna hér á landi.
Sigurður Helgason kennari frá Grund í Mjóafirði hefur
rannsakað nokkuð feril Hermanns og fleiri, og verður hér
stuðzt við þau gögn sem hann hefur látið mér í té. Þá hefur
Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi gert athuganir á því
hverjir hafi verið foreldrar Jóns pamfíls, föður Hermanns, og
eru þær athuganir byggðar á æviminningu um hann í Ijóðum
sem eru á Landsbókasafninu nr. 278,8vo.
Eins og áður segir er framætt Hermanns talin í þættinum
samkvæmt aths. Hannesar Þorsteinssonar í Sýslumannaævum
3. bindi bls. 521. Sá galli er þó, að í Austurlandi III ér Árni,
faðir séra Sigurðar eldra á Skorrastað, talinn hafa verið