Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 172
170
MÚLAÞING
prestur á Skorrastað. Þetta er rangt, annað hvort prentvilla
eða þá af vangá verið svo í handriti mínu. Sá Árni var ekki
prestur svo vitað sé.
Margar útgáfur eru til af því hverjir hafi verið forfeður
Jóns pamfíls. En með ábendingu Einars Bjarnasonar og sam-
kvæmt eftirmælunum í Landsbókasafninu virðist enginn vafi
á því, að faðir Jóns pamfíls hafi verið Jón Sigurðsson bóndi á
Ketilsstöðum á Völlum 1703. Móðir Jóns pamfíis var, sam-
kvæmt erfiljóðunum, Sigríður Gellisdóttir, og hefur hún verið
síðasta kona eða seinni kona Jóns Sigurðssonar. Sigurður
faðir Jóns var Hjálmarsson, „hann (þ. e. Hjálmar) niðji séra
Sigurðar, sá er lærði nefndist“. (Eftirmælin). Tímans vegna
getur Sigurður Hjálmarsson ekki verið afkomandi Sigurðar
prests yngra á Skorrastað, en í þætti mínum var ætt Jóns
pamfíls talin til hans. Hannes Þorsteinsson mun hafa tekið
ættartöluna eftir heimildum frá Jóni Espólín. En það að
Espóiín ættfærir Jón pamfíl til Skorrastaðafeðga, vekur grun
um að hann hafi farið Sigurðavillt, og að Hjálmar, faðir
Sigurðar og langafi Jóns pamfíls, liafi einmitt verið sonur
séra Sigurðar eldra Árnasonar á Skorrastað, og tímans vegna
mtundi 'það koma heim. Væri þá ættin svona rakin frá séra
Sigurði: Séra Sigurður prestur á Skorrastað frá 1582—1609,
faðir Hjálmars f. um 1585, faðir Sigurðar f. um 1625, faðir
Jóns f. 1666, föður Jóns pamfíls f. 18/2 1714, föður Hermanns
í Firði f. 1749. Jafnvel þótt verulegar líkur séu á því að ætt-
in s.é rétt svona, er þó ekki hægt að sannprófa að séra Sig-
urður hafi verið faðir Hjálmars. Jónsnöfn og Sigurðar eru svo
algeng á þessum tímum að verulegur stuðningur fæst ekki
með rannsókn á nafngiftum. Hinsvegar er Hjálmars eða
Hjálmsnafn ekki svo algengt, að vert er að athuga hvernlg
það gæti verið komið inn í ætt Jóns pamfíls.
Eins og sagt er í þætti mínum um Hermann í Firði, var
kona séra Sigurðar eldri á Skorrastað Þórdís Árnadóttir
Brandssonar prests á Hofi í Vopnafirði og síðar priors á
Skriðuklaustri. Að séra Sigurður fékk Þórdísi, sem var mik-