Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 173
MÚLAÞING
l7l
ilsháttar að ætterni, sýnir að séra Sigurður hefur verið af
góðu bergi brotinn.
Eiríkur sýslumaður á Ási í Fellum Snjólfsson Rafnssonar
og Árni Brandsson á Bustarfelli voru bræðrasynir af norð-
lenzkum höfðingjaættum. Hjálmur nokkur Sveinsson búsett-
ur í Norðurlandi kallar Eirík Snjólfsson „ástsamlegan frænda"
sinn. (Fbr. I bls. 132 og ísl. árstíðaskrár bls. 138).
Hjálms Gunnarssonar getur í Vallanesárstíðaskrá á 15. öld
d. 14. febr., hefur lifað fram yfir 1500. Þar getur og Sveins
Hjálmssonar d. 18. maí á fyrra helmingi 16. aidar, sjálfsagt
sonur Hjálms Gunnarssonar, og er hann vafalaust faðir
Hjálms Sveinssonar. Að þessara manna er getið í Vallanes-
árstíðaskrá sýnir, að þeir hafa verið á einhvern hátt venzlaðir
séra Einari Árnasyni prófasti í Vallanesi á 16. öld, enda hét
sonur hans Hjálmur, og var hann prestur á Hóimum 1554—■
1573 og á Kolfreyjustað 1573—1592 og lifði nokkuð fram
yfir 1600.
Árni Einarsson, prests í Vallanesi festi sér Vilborgu Eiríks-
dóttur í Ási fyrir 1554. Eins og sést af því sem segir hér
áður, voru þeir séra Hjálmur á Hólmum og Árni bræður. En
árið 1554 er gefið út bréf um að séra Einar Árnason hafi
gefið Árna syni sínum Hafursá til kvonfangsins, er hann
kvæntist Vilborgu. (Fbr. XII bls. 711). Fyrir löngu var mér
í grun að ættartengsl væru milli séra Einars í Vallanesi og
Skorrastaðapresta. Séra Sigurður Árnason eldri á Skorrastað
t*r orðinn prestur þar 1582. Elzta barn þeirra Árna Einars-
sonar og Vilborgar gæti verið fætt fyrir 1554, og kæmi það
allvel heim við að það barn hafi einmitt verið séra Sigurður,
sem þá hefur verið nálægt þrítugu þegar hann fékk Skorra-
stað.
Einhvern veginn hefur Snjólfur Rafnsson eignazt % hluta
í Hólmum, því að 19. ágúst 1526 fékk Ögmundur biskup Páls-
son Hólma dæmda af Snjólfi. Snjólfur átti Salnýju systur
biskups, og þá afhendir hann um leið Snjólfi til fullrar eignar
Norðfjarðarnes, þ. e. Nes í Norðfirði, og Urriðavatn í Fellum,