Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 177
MÚLAÞING
175
hefur sent Þóru, og vegna hennar hefur hann ort rímurnar
jafnframt, og hann vonar að hún hafi einhverja ánægju af
þeim. Eftir þeirra tíma þekkingu á sjúkdómum var Þóra
dæmd til að deyja, og ekki er vitað hvernig hún hefur orðið
við þessari vitneskju. Að líkindum hefur hún þó tekið því
eins og hverju öðru böli, en fólk þeirra tíma var ekki óvant
ýmiss konar hörmungum.
Frá því segir í þætti mínum um Hermann að öll börn hans
bjuggu í Mjóafirði, bæði dóttir hans með Ölöfu og þau óskil-
getnu með Þóru. Það er vísbending i;m að Hermann hefur að
m'lklu leyti séð um uppeldi þeirra og hjálpað þeim til stað-
festu, þegar þau höfðu aldur til.
Hér verður að geta þess að sögusagnir herma að Þóra hafi
átt þriðja barnið og Hermann talinn faðir þess. Var það Hali-
dór Pá’sson. Þóra var ekki móðir Halldórs, móðir hans var
Þórunn Björnsdóttir.
Um þær mundir sem Hermann var í Sandvík var þar Sveinn
Bjarnason bóndi. Sonur hans var Páll fæddur 1760. Páll gekk
að eiga Þórunni Björnsdóttur, líklega 1782, hún var þá ekkja
eftir Halldór Björnsson bónda og lögréttumann í Hellisfirði.
Samkvæmt mannta’inu 1816 var Þórunn fædd 1752, en er
annars staðar talin fædd 1754. Foreldrar Þórunnar voru Björn
Magnússon og Þorbjörg Einarsdóttir sem bjuggu í Hellisfirði
til 1759, síðar á Barðsnesi fram yfir 1762 og á Kirkjubóli í
Vöðlavík frá 1777—1785. Björn faðir Þórunnar var af Hellis-
fjarðarætt, þeirri sem komin var af Marteini Einarssyni frá
Firði í Mjóafirði, en móðir Marteins var Málfríður dóttir
Bjarna sýslumanns Erlendssonar á Ketilsstöðum. Þeim Páli og
Þórunni fæddist sonur 1782, og var það Halldór sem áður var
talinn sonur Þóru. Það er einstakt að geymd móðernis skuli
hafa brenglazt svo eins og móðerni Halldórs, og þó ekki
lengra umliðið en síðan laust fyrir 1800 Halldór hefur vafa-
laust heitið í höfuðið á fyrra manni Þórunnar.
Talið er að Hermann hafi keypt 12 hundruð í Firði í Mjóa-
firði 1782 af ekkju séra Jóns Jenssonar í Firði (Æ. Au. bls.
431). Þess er vert að geta hér að Þórunn Björnsdóttir kona