Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 178
176
MÚLAÞING
Páls var, eins og áður segir, komin af Málfríði í Firði, en það
var séra Jón Jensson einnig. Það er allt óljóst um eignarrétt
á Firði í Mjóafirði frá þeim tíma sem Málfríður bjó þar með
Einari Ásmundssyni seinni manni sínum. Meðal barna þeirra
var Marteinn í Hellisfirði forfaðir Þórunnar. Sonur þeirra og
albróðir Marteins var Þorsteinn í Firði forfaðir séra Jóns.
Hvernig sem þessu annars hefur verið varið er það stað-
reynd að Hermann flutti í Fjörð 1783 og bjó þar til dauða-
dfi,gs. Það er einnig fuljvíst, að um leið fluttu þau Páll og
Þórunn með Halldór son sinn að Firði. Árið eftir, eða 1784,
er talið að Páll hafi farið frá Firði og yfirgefið konu sina og
son. Ekkert er kunnugt frá Páls hendi um þetta, en :til ';e.r
bréf frá Þórunni, skrifað 15. júní 1791 til Hannesar bískups
Finnssonar, þar sem hún sækir um lagaskilnað frá Páli. I
bréfinu segir hún að Páll hafi kvongazt sér 1782, en skilið
við sig 1784; og ennfrepnur að Páll hafi „ekki víljað saman
við sig búa eða sér af mér og okkar sameiginlega barni hið
minnsta skipta til nokkurrar aðstoðar. ..“ Vera má að ástæð-
an til þess að Páll fór frá Firði hafi verið sú að Hermann
hafi verið nærgöngull við konu hans, en það er þá fyrst eft.r
að þau fluttu að Firði, að Páll hefur, með réttu eðö röngu,
fengið þann grun. Ef Páll hefði haft ástæðu til að ætla, að
Þórunn væri honum ekki trú eða hefði haldið við Hermann,
áður en þau giftust, hefði Páll aldrei farið með þeim í Fjörö.
Hann hefði þá blátt áfram látið Þórunni sigla sinn sjó undir
eins. Ég hygg að aðrar ástæður hafi a. m. k. átt veigamikinn
þátt í því að Páll fór frá Firði. Þórunn var 8 árum eldri en
Páll og hefur vafalaust átt eignir frá fyrra hjónabandi sínu,
en sennilega hefur Páll verið efnalítill. Og það mætti eins vel
ætla að Páli kynni að hafa orðið það að elta einhverja blóma-
rósina, þótt engar sögur hafi farið af því. Og allt er í óvissu
um hvernig þeim hjónum hefur samið. Og enn gæti Páli hafa
þótt Hermann yfirgangssamur viðskiptis. Allt er þetta óvíst
og hulið, nema að Þórunn sótti um skilnað fyrst 1791 og ber
Páli ekki vel söguna. Páll er svo kvæntur aftur 1816 og býr
þá í Barðsnesgerði í Norðfirði með konu sinni, og hjá honum