Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 183
MÚLAÞING
181
Þessari vísu svaraði Páll þannig:
Einar minn óhjá
ekki kom á fundinn.
Heima í rúmi lágt lá,
líkt sem væri bundinn.
Flösku hefði þurft þá
-— því að smeyk var lundin —
að hella oní hundinn.
Það var orðkækur Einars að segja óhjá.
En skammæ varð sigurgleði Páls. Kært var yfir ólögmætu
framferði við kosninguna, og þótti þeirri kæru ekki myndi
verða hrundið. Hefði þá þurft að kjósa aftur og óvíst hvernig
færi. (En svo var mikið kappið milli flokkanna, að viðbúið
þótti, að söfnuðurinn myndi klofna hvor sem veitingu fengi,
séra Halldór eða Eggert. Kjósendur séra Einars bentu prófast-
inum, séra Sigurði Gunnarssyni, á, að kappið myndi slævast,
ef séra Einari yrði veitt og hvorugur hinna kappsfullu flokka
bæri af hólmi sigur eða ósigur fyr:r hinum. Mun prófastur
hafa gjört þá ábendingu að tillögu sinni til biskups, og þau
urðu úrslitin, að séra Einari var veitt. Þannig varð sá sigur-
vegari, sem langfæst fékk atkvæðin, og klofningi sóknarinnar
var afstýrt.
Þótt Páll og hans fylgjarar sættu sig við úrslitin, var hann
séra Sigurð: gramur fyrir aðgerðir hans í málinu. Það kom
fram tveimur árum síðar, er séra Sigurður bauð sig fram til
þings í S-Múlasýslu. Þá lét Páll út frá sér ganga í kosninga-
hríðinni þessa vísu:
Sendið ekki hann Sigga á þing,
sem að laug í biskupinn,
sýslunni er það svívirðing.
Samt er hann þó frændi minn.
Orðin „laug í biskupinn“ munu lúta að því, að Páll hafi
álitið, að séra Sigurður hafi sagt rangt frá ástæðunum, sem
taldar voru valda ógildi kosningarinnar.