Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 185
Bókaskraf
Æiiir Ausifirðinga
.. . ;i ' tRK : ■ ' . ■ ' ri
Þessi þáttur verður ekki fjölbr.eyttur í þetta skipti, en þó
er eitt það rit sem eg vil ekki að ógetið sé, fyrst og fremst
vegna gildis þess fyrir þá sem í austfirzkan fróðleik glugga
og í öðru lagi vegna þess að útgáfa þess er með þeim hætti
er einstæðan má telja. Þetta eru Ættir Austfirðinga, hið mikla
og merka rit séra Einars Jónssonar prófasts, búið til prent-
unar af Benedikt frá Hofteigi og Einari Bjarnasyni.
Nú er eg ekki réttur maður til að skrifa um ættfræðirit.
Að vísu hefi eg lesið töluvert í Ættunum og gáð að mörgu,
en flest af því hefir hripað niður aftur, fjármörk, símanúmer
og ártöl get eg með engu móti munað stundinni lengur, og
svipuðu máli gegnir um ættartölur. En ritsins má þó geta með
einhverjum hætti fyrir því.
I sambandi við þetta rit mætti aðeins drepa á þá ófull-
komnu aðstöðu sem er til heimildaöflunar utan Reykjavíkur.
Hér á Austurlandi eru engar heimildir tiltækar utan prent-
aðra nema eitthvað dálítið af ljósrituðum kirkjubókum í bæj-
arbókasafninu í Neskaupstað. Þetta er svo bagalegt, þótt
ekki sé nema vegna útgáfu rits eins og Múlaþings, að engu
tali tekur, ekki sízt þegar það bætist við að bókakostur safna
til ýmiss konar heimildaöflunar er næsta fáskrúðugur. Senni-
lega er þó amsbókasafnið á Seyðisfirði skást, en af því fara
litlar sögur.
Af prentuðum heimildarritum í sögu er þó mikið til í land-
inu, og væri þarft verk að gefa út ýtarlega skrá um slík rit
og gera ráðstafanir til að afla þeirra har.da a. m. k. einu
safni á Austurlandi, og sömuleiðis að afla smátt og smátt
ljósrita og filma, svo að ekki þurfi að hlaupa til Reykjavíkur
í hvert sinn er afla þarf upplýsinga um menn eða málefni
liðinna tíma eða sækja þangað hverja staðfestingu á þeim