Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 186
184
MÚL AÞTNG
málum og sögum sem loða í huga langminnugra manna og
áhugasamra um sögulegan fróðleik.' Aðstaða slíkra manna til
að rita, t. d. þætti úr byggðasögu, er álíka og sigurmöguleik-
ar vopnlauss manns í stríði eða fiskimanns sem hvorki á vað
né krók.
Þrátt fyrir skipulagsleysi og handahófskennt val bóka í
söfn er þó fremur von til þess að klófesta hér prentaðar bæk-
ur en ritaðar, ein er kannske á Seyðisfirði, önnur í Neskaup-
stað og sú þriðja í Valaskjálfarkjallaranum, og svo væri at-
hugandi hjá' einstaklingum, t. d. Þórhalli á Breiðavaði eða
Sigurði Blöndal.
Um Austurlandssögu eru raunverulega til fleiri prentaðar
heimiidir en í fljótu bragði mætti ætla, bæði sér og í blandi
við annað, en þær rituðu eru eins og áður segir, bergnumdar
á söfnunum fyrir sunnan — enda ekki öðrum stofnunum trú-
andi fyrir kirkjubókum, manntölum o. fl. slíku. Þess vegna er
fögnuður að hverju því riti sem leyst er úr þessum Skrúðs-
helli sagnalinda, gefið út og komið í hendur almennings prent-
uðu. Eitt þessara rita eru Ættir Austfirðinga, hið mikla elju-
verk séra Einars, sem mun vera fyrsta heilsteypta ættarritið
hér á landi um bæði embættismanna- og alþýðuættir. Fáir
munu nú til frásagnar um hvernig séra Einari tókst að grafa
upp úr rökkri fortíðar vitneskju sína um menn og ættartengsl
þeirra, en frá því segir þó dálítið í formálum Ættanna. Eftir
það hætti austfirzk alþýða að vera í vitund manna nafnlaust
og sérkennalaust þokuþykkni og hulduþjóð sem menn vissu
1 Nú er það að vísu mála sannast að langsamlega þægileg-
ast er að hafa alla þá hluti sem ekki er kostur á heima fyrir
í hverri sveit eða bæ, í Reykjavík. Þangað liggja allra leiðir og
allar leiðir. En það er dýrt að skreppa þangað, t. d. héðan að
austan, og fáir hafa 3 til 5 þúsund krónur lausar í vösunum
í fargjaldið eitt, þótt öðrum kostnaði sé sleppt, og veigra sér
við að skreppa þangað eins oft og þurfa þætti.
Austfirðingar eru búnir að gjalda fjarstöðu sinnar við Suð-
vesturlandið allt frá landnámsöld, en gjalda hennar aldrei
sem nú í gjörbreyttu þjóðfélagi frá því sem áður var. Flug-
félögin eru búin að gera fjarlægðamuninn hverfandi, og nú
þarf þjóðfélagið eða einhver til þess kjörin stofnun að koma
til skjalanna og jafna ferðakostnaðinn, svo að hann fari ekki
eftir kílómetratölu eingöngu; það vantar niðurgreiðslur eða
jöfnun fargjalda og flutninga.