Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 187
MÚLAÞING
185
af en fátt um, og komu fram í dagsljós á ný sem einstakling-
ar í ættartengslum við annað fólk með nöfnum og svip í
stuttum mannlýsingum og viðurnefnum, með hæfilega margar
lífspjönkur meðferðis til að vekja forvitni og eftirgrennslun,
og þó það margar að fleiri rúmast ekki með góðu móti í ætt-
artöluriti. Það eru ekki sízt þessar stuttu svipmyndir sem
setja manna svip á nafnaskrárnar, svo að menn geta eins
lesið þetta rit í þeim tilgangi að kynnast fólki og að fá botn
í ættir. Nú, þegar eg er að skrifa þetta, fletti eg upp eins og
í vísnabók þegar menn kjósa sér vísu og ætla að sjá hvað
birtist:
„3495++ Björn Hjörleifsson (Pálsson), talsvert hagmælt-
ur, fór til Am., kvæntist þar og átti mörg börn“.
Aftur: „1006 a Þorbjörg Einarsdóttir átti I Eirík 4206
prest á Eiðum Guðmundsson. Þ. b. Guðmundur, dó 1740, og
Einar, dó iíka ungur. Sr. Eiríkur dó 1740. Eftir það átti Þor-
björg launbarn og giftist svo II Ingimundi Þorsteinssyni
snikkara (,,edda“ sbr. nr. 18); hann lék hana illa, þau bl.“
Eitt dæmi enn: „4434 + Ólafur Ólafsson, ágætur grjót-
hleðslumaður, kallaður ,,kunningi“ og Ólafur „í ijósinu", tals-
vert kunnur hér eystra, bjó lítið, var mikið við vegghleðslu.
Hann átti Katrínu 11113 Sigurðardóttur Brynjólfssonar, þ. b.
Benedikt, fór til Noregs, kvæntist þar og var í Stafangri og
var efnaður nokkuð, átti fjölda barna. Hann kallaði sig
Bendix Olsen".
Og nú ætla eg að svipast um eftir bundnu máli, því að
margt vísna er í safninu. Hér er sjálfslýsing Jóns Björnssonar
(nr. 7695) gerð á gamals aldri:
„Var eg réttur, vel skaptur,
verkanettur, glaðiyndur,
frískur, léttur, fótlipur,
af fáum settur oft niður.
Nú er eg bjúgur, bághentur,
byltudrjúgur, hvimleiður,
kominn í hrúgu, karlslegur,
kuldasúgur með vondur“.
Ýmifjum má þakka það að þetta rit er nú komið á pi'ent,
svo sem þeim er beittu sér fyrir fjárframlögum og styrkjum
frá ríki og sýslum, Jóni Þórðarsyni prentara er ásamt ýmsum
öðrum beitti sér fyrir samskotum Austfirðinga í Reykjavík
og nágrenni aðallega, til útgáfunnar; eitthvað kom líka frá