Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 189
MÚLAÞING
187
rit að setja. Sumir fyrir þá sök að þeir finna ekki í ritinu ein-
staklinga er þeir þekkja eða hafa vitneskju um, aðrir fyrir
ýmsar skekkjur er þeir telja sig hafa fundið. 1 því sambandi
er ástæða til að benda mönnum sérstaklega á að lesa formála
Einars Bjarnasonar, þar sem lýst er safninu og hvernig hátt-
að var vinnubrögðum er það var búið til prentunar. Þar segir
m. a.:
„Svo sem nærri má geta eru skekkjur í riti þessu, auðvitað
töluverðu fleiri en. leiðréttar verða við prentun þess. Saman-
burður á því við heimildir, svo sem kirkjubækur, er svo mikið
verk og dýrt, að í það varð ekki ráðizt. Handritið kemur því
almenningi fyrir sjónir með þeim leiðréttingum einum, sem eru
við augljósar skekkjur, og eru ■ efnislegu leiðréttingarnar að
mestu leyti gerðar neðanmáls".
„Það var haft á orði við mig fyrir skömmu, að varhugavert
væri að gefa út þetta rit án þess að það hefði verið borið sam-
an við kirkjubækur, manntöl og aðrar aðgengilegar heimildir.
Það er auðvitað rétt, að ákjósanlegust hefði útgáfan verið ef
slíkur samanburður hefði verið gerður áður. En útgáfa ritsins
hafði verið ákveðin og henni hefði sennilega ekki verið snúið
aftur þótt þessi mótbára hefði verið sett fram við útgefendur.
Samanburður við heimildargögn, svo sem kirkjubækur og
manntöl, hefði orðið mjög dýr og seinunninn, en jafnvel þótt
samanburður hefði verið gerður við slík heimildarskjöl varð
ritið ófullkomið, nema samanburður hefði einnig verið gerður
við aðrar heimildir, ‘einkum óprentuð ættfræðihandrit, en þann
ííadnanburð er þýðingarlaust að gera fyrr en könnun á gildi
þeirra handrita hefur verið gerð“.
Þetta er ritað af einum færastá ættfræðingi landsins, þaul-
vönum þeim vinnubrögðum sem almennt eru viðhöfð við samn-
ingu rita um ættfrapði. Umsögn hans er sú að ritið hafi „sömu
höfuögallana og hin“ og enn séu ekki skilyrði fyrir hendi í
landinu að vinna verk sem þetta svo að í fáu skeiki. (Eg vil
auðvitað ' ekki segja, svo að í engu skeiki, og þarf það ekki
nánar að skýra).
Eins og segir í gjafabréfinu og áður er getið er ætlazt til
að andvirði bókanna gangi til bókasafns við Eiðaskóla. Er þá
að því komið að hugleiða hversu hátta megi vali á þeim bók-
um sem aflað verður. Sjálfsagt koma fram ýmsar tillögur um
það, en ekkert gerir til þótt drepið sé á tvennt í því efni.
I Eiðaskóla hefir frá upphafi alþýðuskóla verið lögð sér-
stök rækt við kennslu í sögu Islands og bókmenntum. Mætti