Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 191
Kvikmynd um Múlasýslur
Ýmislegt hafa átthagafélög Austfirðinga í Reykjavík og
nágrenni og á Akureyri gert heimabyggðum til vegs og gagns.
Má minna á útgáfu ritsafnsins Austurlands, sem aðallega var
í höndum Halldórs Stefánssonar og Ætta Austfirðinga, sem
getið er á öðrum stað hér í heftinu.
Þriðja gagnsemdarverk þessara félaga er nú í þann veginn
að 'íta dagsins ]jós, kvikmynd um Múlasýslur, sem Austfirð-
ingafélagið á Akureyri er að láta gera og verður sennilega
tilbúin til sýninga, um það leyti sem þetta hefti kemur út.
Að þessari kvikmynd hefir verið unnið síðan sumarið 1960.
Eðvald Sigurgeirsson hóf þá kvikmyndaferðalag um Austur-
land, og mun hann hafa farið fimm ferðir alls þeirra erinda,
þa" af eina flugferð. Leiðsögumenn á þessum ferðum voru
þeir Eiríkur S'gurðsson skó’astjóri og Jónas Þórðarson á Ak-
ureyri, báðir Austfirðingar og þaulkunnugir hér um allar
slóðir. Tvær af fjórum ferðum á landi tókust ágætlega, en í
tve'm gerði Austfjarðaþokan ferðalöngunum nokkurn óleik, og
urðu þær endasleppar. Voru því enn sumarið 1966 óteknar
myndir af nokkrum stöðum, m. a. austfirzku eyiunum, Loð-
mundarfirði, Víkum og Mjóafirði. Var þá gripið til þess ráðs
að taka loftmyndir af þessum stöðum sóibjartan dag áður-
nefnt sumar.
Eiríkur Sigurðsson hefir annars haft veg og vanda af þessu^
verki öUu. Hann hefir auk áðurnefndrar leiðsögu og ýmissa
ferðalaga í sambandi við myndatökuna samið texta við mynd-
ina ásamt Óskari Haddórssyni lektor, haft forgöngu um að
afla fjár, m. a. styrkia frá Múlasýslum. kaupstöðum og nokkr-
vm sveitarfélögum hér eystra, með öðrum orðum annazt aila
framkvæmd verksins.
Óskar Halidórsson fivtur texta mvndarinnar. og Jón Þórar-
insson tónskáld sér um val og flutning tóniistar.
1 myndinni getur að líta austfirzkt 'andslag unn til heiða
og út við sjó, ýmsa ntvinnuhætti með göm'u og nýiu lagi bæði
ti! sjávar og sveita. þar er Hallormsstaðaskógur og Hengifoss-
árgliúfur, síldarsöltun, bátar í höfn. síldarvinnsla, í verksmiðiu
í Neskaunstað. réttir á Berufiarðarströnd. sláttumenn, fiár-
rekstur í Vopnafirði, og svo mætti iengi telia. Áherzla er lögð
á að sýna sögu- og merkisstaði, og að lokum er um tíu mín-