Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 94
92 MÚLAÞING Á þessum tímum var mjög lítið um olíu á Austfjörðum yfirleitt, engar varabirgðir, varla hægt að kría út olíutunnu hvað sem í boði var. Það var því engin furða þótt olíuna þryti hjá bátunum, þegar óveður tafði ferðir þeirra. Svo var að þessu sinni, að enga olíu var að fá á Fáskrúðsfirði og því engar aukabirgðir um borð í Gnoðinni og Ægi, en Drífa var betur birg að heiman. Á þessum árum var öll olía flutt á trétunnum. Vélarnar gengu yfirleitt fyrir steinolíu. Trétunnurnar voru, að mig minnir, með 100 kg innihaldi hver tunna, þegar þær voru fullar, en það var nú oft að á það vantaði, að þær skiluðu réttu innihaldi, þótt greitt væri fyrir sem fullar væru. Það smitaði mikið út úr þessum tréílátum, ef þær voru úti í miklum hita. Svo var það heima á Seyðisfirði, en þar er oft mikill hiti á sumrum, að taka varð olíutunnurnar úr sólskininu vegna útsmitunar. Það kom oft fyrir heima, að við veltum tunnunum undir gólfið á beitningarskúrn- um hjá Sjólyst, sem stóð á stöplum niður við fjöruna og geymdum þær þar í skugganum. Sumir kraftamenn tóku þessar olíutunnur í fangið og réttu þær niður í bát sinn, tóku við þeim á bryggjubrún, þótti það vel af sér vikið, því þyngdin var allmikil þegar tunnurnar voru fullar, og þær voru úr eik, sem var býsna þung, sem bættist við innihaldið að þyngd. En stundum var líka borð á tunnunum sem fyrr segir. Trétunnurnar voru merktar upphafsstöfunr D. D. P. A., sem merkti nafn danska olíufélagsins, Det Danske Petroleum Aktieselskab. Yms- um fannst vel til hlýða að þýða þessa 4 stafi þannig: „Danskur djöfull pínir alþýðuna“. En snúum okkur nú aftur að ferðinni eftir þennan útúrdúr. Veðrið fór nú stöðugt versnandi, bæði hvað sjólag og veðurhæð snerti. Við vorum nú snúnir við og reyndum að fjarlægjast landið. Næstu nótt urðum við olíulausir. Veður var orðið mjög slæmt, hvass suðvestah og úfinn sjór. Þá voru sett upp segl og siglt austur um. Á þessari siglingu rifnaði fokkan. Var þá ákveðið að setja út drifakkeri. Það var hugmyndin að taka tóma olíutunnu, festa keðju í hana og setja í hana svolítinn sjó og láta drífa með hana, en áður en við komum þessu í framkvæmd, fékk Ægir á sig dálítinn hnút og tunnan fór fyrir borð, sína leið. Nú var úr vanda að ráða, útlitið afar slæmt, en þó var það lán í óláni, að enginn okkar skipverja fórfyrir borð ásamt tunnunni. En þá var gripið til annarra ráða. Við höfðum nokkuð af timbri á dekkinu, sem var svo vel frá gengið, að það tók ekki út þegar við fengum á okkur sjóhnútinn. Þannig stóð á timbri þessu, að Drífa átti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.