Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 141

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 141
MÚLAÞING 139 á fulla ferð og kaldur stormur næddi um dekkið. Ég sat á koffortinu mínu úti við borðstokkinn og hugleiddi, að líklega hefði Þorsteinn komið boðum um að ég væri á leiðinni. Ég beið lengi. Stýrimaðurinn hafði gleymt mér og mér var orðið kalt og leið ömurlega, þegar hann rakst á mig af hendingu. Það var nótt og enginn á ferli. Sjóferðin tók næstum þrjá sólarhringa. Nestisbita hafði ég að heiman og nærðist á honum á leiðinni. Lesefni hafði ég ekkert og greip því til hinnar þjóðlegu íþróttar að yrkja eins og Bjartur vinur okkar allra. Einn af þeim kviðlingum hefur loðað við minni mitt í rúm sextíu ár: Út á hafið dökkva dökkva dreg ég einn frá kaldri strönd. Stýri ég þungum nökkva nökkva nú skal treyst á eigin hönd. Tekur senn að rökkva rökkva reynir kyljan voð og bönd. Skyldi ég farast sökkva sökkva sjá ei vona minna lönd. í fyrstu frímínútunum mínum í skólanum voru allir nemendurnir í ganginum framan við kennslustofurnar, því að illviðri var. Ég stóð afsíðis og var óframfærinn. Skólastjórinn, Ögmundur Sigurðsson, kom fram úr kennarastofunni, tók mig við hönd sér hátíðlegur á svip og leiddi mig inn í nemendahópinn. Þar valdi hann dáfríða snót, krækti örmum okkar saman og leiddi okkur aftur og fram við dynjandi hlátur. Þegar hann sleppti okkur tautaði hann: „Nú getið þið sjálf, nú getið þið sjálf“. Þetta nægði. Ég stóð aldrei einn afsíðis eftir þetta. Ellefu ára námsferill minn heima og erlendis var hafinn. Ég varð mjólkuriðnaðarverkfræðingur, sá fyrsti íslenskur. Ég hafði svo litla trú á sauðfjárræktinni sökum biturrar reynslu, að ég taldi að mjólkurfram- leiðsla í stórum stíl mundi bjarga landbúnaðinum. Áður en ég lauk námi höfðu foreldrar mínir brugðið búi og selt jörðina. Þangað átti ég því ekki erindi að sinni. Sumarið 1988 heimsótti ég æskustöðvarnar. Þá vantaði mig þrjá mánuði í áttrætt. Stórþýfðir móar, þéttvaxnir fjalldrapa, þöktu áðurundirlendið í aust- ur frá túninu. Þarna var sumarland smáfuglanna. Þar sungu þeir sætt um varptímann og sá söngur var vænn hluti af vorgleði barnsins. Þúfu- tittlingurinn var þarna fremstur í flokki. En plógi hafði verið beitt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.