Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 175

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 175
MÚLAÞING 173 hjá okkur, Björn Björnsson á Galtastöðum og faðir minn. Þegar allt var tilbúið þurfti bara að bíða eftir einsýnu veðri, landátt með logni. Pabbi var allra manna veðurgleggstur, og eg mundi enn í dag trúa veðurspá hans betur en veðurstofunni, að henni ólastaðri. Pabbi fylgdist með himinhvolfinu alla daga, en eg lærði aldrei þessa speki. Eg man fæst af orðalagi hans þegar hann var að tíunda skýjafarið, en hann talaði um rosabauga um sól og tungl, gíla, nethimnu, bólstra sem virtust í hörkuslag, bláma til hafsins, heiðríkjurifur sem voru ráðning á áttum og svo mætti lengi telja. Loks rann upp sá dagur sem faðir minn taldi hæfan; mun hann þá hafa vakað mestan hluta nætur og rýnt í himinhvolfið. Þá var snemma risið úr rekkju og sent í Galtastaði. Allt tekið til sem þurfa þótti, þar á meðal nesti, Stóribrúnn sóttur í haga og spenntur fyrir sleða, og kjálka þurfti að hafa við sleðann, því Brúnn var rammfælinn og leit sleðann illum augum, líkt og hann ætti hann alltaf vísan á hæla sér. Svo mun honum ekki hafa litist á sleðafæri á þessum tíma árs. Faðir minn og Björn ætluðu að vera með ferjuna, en Hannes að fara með Brún að svonefndum Steinboga við fljótið. Þar áttu þeir að hittast við þennan klettahrygg við Fljótið, og fyrir hann þurfti að draga ferjuna. Hannes þurfti að velja skástu leið með klárinn, fara norður fyrir bæinn og þaðan út á bakka Geirastaðakvíslar, niður með henni að svonefndum Svartabakka, en þar voru eyrar að Kvíslinni og hægt að fara yfir með sleða. Síðan var hægt að rekja sig eftir sléttum aurum allt að Steinboga. Þetta kom allt heim og saman. Þeir komu á ferjunni, henni draslað upp á sleðann og dregin fyrir Steinbogann og sett þar á flot. Áfram var haldið, og ferjumönnum gekk vel þar sem undan straumi var að róa. Hannes átti að fara með sleðann austur á móts við Hól og skilja hann þar eftir. Þaðan átti að aka orgelinu í Geirastaði. Hannes átti svo að fara með Brún út með Fljóti þar sem ferja átti yfir. Þetta gekk allt eftir áætlun, en drjúgur spölur er frá ferjustað á Geira- stöðum og út á Héraðssanda - 13 - 14 km. Þegar kom á hinn áætlaða stað þar sem fara átti yfir, voru aktygin tekin af Brún og hann hafður aftan í ferjunni yfir Fljótið. Þegar yfir kom voru aktygin aftur sett á hann og ferjunni tyllt aftan í hann. Þungfært var í sandinum, en Brúnn var ýmsu vanur og tók hraustlega á. Mér fannst Brúnn alltaf öruggur þegar pabbi hafði stjórnina, á milli þeirra virtist sérstakur trúnaður. Hann var því ekki óvanur að bera og draga meira en aðrir hestar. Eitt sinn var raðað á hann af Krosshöfða og inn að Ósi, sem eru 3-4 km. Til gamans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.