Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 190
188
MÚLAÞING
grófum éljum, Bensi hélt að Eyjum í Breiðdal og kl. 2 síðdegis gekk
í glórulausan byl. Norðaustlæg átt hafði verið á Austfjörðum í þrjár
vikur og hlaðið niður feikna snjó á Norðausturlandi enda dró nú til
stórra tíðinda á Seyðisfirði og verður vikið að þeim síðar. Öskudagurinn
18. febrúar rann upp og var iðulaus bylur í Breiðdal fram yfir hádegi
en síðdegis fór Bensi út að Snæhvammi og kom við á Þverhamri, hitti
þar mann frá Mjóafirði og virðast þeir hafa orðið samferða eftir þetta.
Sæbjörn á Hrafnkelsstöðum segir í dagbók sinni að allan þennan dag
hafi verið óratandi veður á Héraði og veðurbókum Sölva Vigfússonar
á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal ber saman við aðrar dagbækur frá þess-
um tíma um veðráttu allan febrúarmánuð. Þeir Bensi og félagi hans
biðu færis og færðar næstu tvo daga. 20. febrúar lýsir Bensi veðrinu
svo: „Á hafaustan með æði storm og él, er varð að snjóbleytu - eftir
miðjan dag gekk á með skruggum og eldingum.“ Daginn eftir var stillt
veður og heiðríkt og fóru þeir þá Víkurheiði til Fáskrúðsfjarðar. Bensi
nefnir ekki að þeir hafi farið um Stöðvarfjörð en það hljóta þeir að
hafa gert, komu að Vík á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar, bóndinn þar,
Sigbjörn Þorsteinsson setti þá á báti yfir fjörðinn að Höfðahúsum á
norðurströndinni og kostaði það 2 krónur. Héldu þeir hið snarasta
áfram ferðinni, fóru yfir Hrossadalsskarð og gistu á Hafranesi á suður-
strönd Reyðarfjarðar. Þar sluppu þeir rétt mátulega því um kvöldið
gekk í norðaustan blindbyl og stóð vindurinn þvert yfir Reyðarfjörðinn.
Drjúgan spöl hafa þeir lagt að baki þann dag.
22. febrúar var hvöss norðaustan átt með kófi og „fjarska ljótur með
öllum austurfjöllum.“ Þó héldu þeir inn suðurströnd Reyðarfjarðar.
Höfðu farist 50 fjár á Eyri í Reyðarfirði. Er þeir komu inn fyrir miðja
Sléttuströnd gekk í slíkan ofsabyl að þeir náðu með naumindum að
býlinu á Borgargerði, sem nú er í eyði en var á móts við þar sem nú
eru ystu húsin í Búðareyrarþorpi. Gistu þeir þar en 23. febrúar þrömm-
uðu þeir af stað í bjartviðri og 10 gráða frosti.
Gengu þeir inn fyrir botn Reyðarfjarðar og sveigðu út fyrir neðan
Kollaleiru. Hans Beck var að leggja af stað að sækja sér kornmat á
báti út á Eskifjörð. Fengu þeir far með honum og hafa áreiðanlega
tekið drjúgt á árum sér til hita. Gisti Bensi nú sem fyrr hjá kunningjum
á Eskifirði. Næsta dag sátu þeir um kyrrt vegna koldimmrar fannfergju.
Ýmsir Eskfirðingar áttu hey á fjalli en nú voru þau týnd undir gaddi
og fundust ekki þótt menn þyrftu sárlega á þeim að halda. Daginn
eftir fóru þeir út að Högnastöðum til að stytta sér leið yfir Oddsskarð,
lögðu á það daginn eftir (26. febr.). Fengu þolandi færi upp á skarðið