Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 205
MÚLAÞING
203
að niður á við í stað þess að hefjast
upp.
En er þetta þrennt, vesturfarir,
ómennska og eyðslusemi aðalorsök í
hnignun sveitarfélagsins? Eg neita
ekki að allt þetta hafi átt sér stað. En
ekkert af þessu hygg eg vera aðalor-
sökin í apturför vorri efnalega. í
„Vopna“ standa þessi orð: „Menn
bölva sveitarnefndinni í sand og ösku
fyrir hinar þungu álögur, að hún fari
illa og óráðlega með efni sveitarinnar.
Menn bölva verzlununum fyrir hvað
allt sé ógurlega dýrt hjá þeim, og hvað
þær gefi lítið fyrir innlendu vöruna."
Þetta er líka svo og það viðurkenni eg
að sé rétt.
Það er varla hægt að lá okkur
bændum, þó við höfum þessa skoðun.
Bændur höfðu hana líka fyrir 20 - 30
árum, og þá voru þó minni álögur og
betra verzlunarverð en nú gjörist ár
hvert. Og eg ætla að reyna að sanna
ykkur það, að það er þetta sem mest
hefur smíðað efnahag Vopnfirðinga.
Um 1870 voru hér í Vopnafirði 2
læknar, 1 hreppstjóri, 1 yfirsetukona,
öll með miklu lægri launum en nú ger-
ist og sumt launalaust. Nú er 1 læknir,
2 hreppstjórar og 2 yfirsetukonur allt
með hærri launum en 1870 þó þau séu
ekki beinlínis tekin af sveitarfé. En svo
hefir mjög fjölgað þessum starfsmönn-
um sem launaðir eru og er það drjúgt.
Eg skal nefna t. d. oddvita, gjaldkera,
barnakennara, ásetningsmenn, lúsa-
leitarmenn og hundalækna. Alla þessa
menn launar sveitarfélagið. Og það er
sárgrætilegt að vita það, þótt þeir séu
allir launaðir þá skulu sumir af þeim
ganga um sveitina opt á ári og liggja
upp á fólki og þiggja greiða og góð-
gjörðir borgunarlaust hjá bændum sem
þannig borga tvöfalt, fyrst launin og
svo góðgjörðirnar. Þetta kostar allt
peninga þegar það er keypt í kaup-
staðnum. Þegar hreppsnefndin komst
fyrst á, þá fór strax að bera á því að
gjöld bænda þyngdust. Þetta sáu bænd-
ur þegar og kjarkmennirnir flýðu til
Ameríku.
Eg vona heiðruðu sveitungar að þið
takið ei orð mín svo sem eg álíti þetta
allt ónýta og óþarfa menn sem eg hef
nefnt. En mér sem mörgum öðrum
sýnist að laun þeirra mættu vera rýrari
en þau eru. Þetta starf þeirra flestra
er unnið um hávetur, og það hefir aldr-
ei verið talinn bj argræðistími, og þegar
þeir fá allan greiða gefins ættu þeir að
vinna fyrir minni laun svo gjöld bænda
minnkuðu. Um árið 1870 var á Vopna-
firði 1 verzlun og var hún nefnd einok-
unarverzlun. Þá var sum vara ódýrari,
að minnsta kosti brennivínið o. fl. ís-
lenzkar vörur voru þá í miklu hærra
verði en nú t. d. tólg sem þá var jafn-
aðarlega 30 til 36 aura pundið. Nú að-
eins 20 aura. Það liggur í augum uppi
hvað mikið minna er hægt að borga
með þeirri vöru sem fæst rúmlega hálf-
virði fyrir og ekki kyn þó að skuldir
aukist. En þó leikur verzlunin okkur
sárast í því að láta vigta hvern kindar-
skrokk og fella í verði hvert pund í
þeim sem ekki ná bestu vigt. Áður
meðan ein verzlun var fengum við að
láta skrokkana jafna sig og fékk ein-
staklingurinn með því miklu hærra og
réttlátara verð.
Eg vona að bændur játi það með
mér að það séu álögurnar og verzlunin
sem mest þrengir að hag okkar en
hvorki eyðslusemi né aumingjaskapur
bænda.
Eg þekki ekki kúgun nema nafnið
tómt. En hvað á að kalla það, þegar
strax er hótað lögtaki ef ekki eru allar