Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 219
MÚLAÞING
217
bátinn með þriggja mílna hraða. Fannst mér þetta fremur óglæsileg
sjón, því að þarna var engin undankomuleið. Eg hrópaði þá eins hátt
og mér var unnt til félaga minna, að það væri ásigling, en um leið sigldi
skipið inn í miðjan bátinn, eða inn undir lúgu og hélt honum þar
föstum. Eg var í stýrishúsinu og féll við höggið, fékk miklar skrámur
á andlitið og meiddist í hægri handlegg. Draghurð var á stýrishúsinu
og lokaðist hún föst. Var hún opin, en skall aftur við hnykkinn sem
kom á bátinn, þegar áreksturinn varð. Var mjög vont að opna hurðina,
og hugði eg þá, að eg myndi fara niður með bátsflakinu, vegna þess
að mér var ekki auðvelt að neyta afls svo meiddur sem eg var, einkum
þó í handleggnum. Heppnaðist mér þó einhvern veginn að komast út
hjálparlaust. Tveir af bátsverjum voru komnir í koju, þegar áreksturinn
varð. Komust þeir þó allir upp á þilfar, en fáklæddir og við illan leik.
Skipið hélt áfram ferð sinni með bátinn á stefni sínu, og urðum við
ekki manna varir á því. Voru nú góð ráð dýr. Hugkvæmdist okkur þá
að lyfta léttasta manninum upp á skipið, og varð fyrir því Kláus Krist-
insson frá Hafranesi. Þegar hann kom upp á skipið, fann hann þar
kaðal og renndi honum tafarlaust niður til okkar. Ætluðum við að
handstyrkja okkur á kaðlinum upp á skipið, og reyndist það auðvelt
fyrir félaga mína, en þegar eg ætlaði að grípa til hægri handarinnar,
var hún gjörsamlega máttlaus. Brá þá formaðurinn kaðlinum undir
hendurnar á mér og yfir herðarnar, og þannig drógu félagar mínir mig
upp á skipið. Reyndist þetta vera breskur togari frá Grimsby.
Þegar við vorum allir komnir upp, urðum við fyrst varir við mann
á skipinu. Var það háseti. Spurði hann okkur, hvort við hefðum verið
fleiri á bátnum og svöruðum við því neitandi.
Sögðu togaramenn, að í stýrishúsi hefðu verið tveir menn, stýrimaður
og háseti, og einn maður í vélarrúmi skipsins, þegar áreksturinn varð.
Fórum við nú af hvalbaki niður á dekk. Kom þá skipstjórinn til okkar.
Var það miðaldra maður, mjög viðkunnanlegur, sem og skipshöfnin
öll. Þegar skipstjórinn hafði fengið fulla vissu um það, að við vorum
allir komnir á dekk, skipaði hann stýrimanni að sigla skipinu aftur á
bak, og þegar skipið skreið til baka, losnaði báturinn samstundis af
stefni þess og sökk á fimm mínútum. Vorum við nú gestir í togaranum
í tuttugu og fjórar klukkustundir í góðu yfirlæti. Lét skipstjóri liggja
við akkeri, þangað til þokunni létti, en sigldi þá inn til Norðfjarðar.
Þar var þá konsúll bresku stjórnarinnar, Páll Þormar.
Þegar til Norðfjarðar kom, fór eg til læknis, Eiríks Björnssonar, og
gerði hann að meiðslum þeim, er eg hlaut þegar slysið varð. Byrjuðu