Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 37
Uppruni ormsins í Lagarfljóti
Vakirnar út af Hreiðarsstöðum. Ljósm. Sigmundur Einarsson.
handritin í British Museum og gerði yfir
þau skrá sem aldrei hefur verið prentuð en
er varðveitt í handriti í Ámasafni í Kaup-
mannahöfn. Jón telur rit þetta örugglega
samið fyrir 1695 en með einhverjum seinni
tíma viðbótum samt. í klausu á íslensku í
handritinu segir að maður nokkur frá
Hamborg hafi skrifað um tengslin milli
hlaups úr „Middalsjökli“ [Mýrdalsjökli?]
árið 1580 og ormsins í Lagarfljóti. Hafi hann
heyrt frá þessu sagt í Hafnarfirði og nefni
sem heimildarmenn Jóhann Bucholt og
biskupinn í Skálholti, Gísla Jónsson. Rit
þetta, segir í heimildinni, á að hafa verið
prentað í Hamborg, á „plattþýsku“, og ekki
nema ein örk. Fullyrðir klausuhöfundur að
örk þessi sé í safni Áma Magnússonar.12
Jón Helgason segir í skrá sinni að þetta rit
sé óþekkt. Sennilegt má telja að eldurinn
hafi fyrirfarið því 1728 ásamt stærstum hluta
þeirra prentuðu bóka sem voru í eigu Áma
Magnússonar. Frásögnin hefur óneitanlega
yfir sér ákveðinn sennileikablæ. Nefndir eru
tveir líklegir heimildarmenn, Gísli Jónsson,
sem var biskup í Skálholti frá 1556 til 1597,
og Jóhann Bucholt, sem gegndi embætti
19
* Stafrétt segir í handritinu: "Relationem umm Middalsjðkuls hlaup og ormen j lagar fljote, hefur eirn hamborgare skrifad j platt
þisku, er sked skilde hafa 1580, og seigir hann sin Sðgn sie funderud, uppa sina eiginn hejrn þa hann för uppa hafnarfiðrd,
jtem sógn ljensmannsinns johan Bucholt, og biskupsinns herra Gisla Jonssonar, er uppa eitt ark, þrikt i hamborg, og er hia
Ama MS." Ljósmyndir af þessu handriti eru geymdar í Arnasafni í Kaupmannahöfn (Add. 11248).
35