Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 162
Múlaþing
hægt var að panta leiðsögn um salinn á öðrum tíma. Krambúðin var opin á opnunartíma sýningarsalar.
Starfsemi safnsins yfir vetrartímann verður tíunduð nánar í köflunum hér á eftir.
Safnakennsla
Safnakennslu Minjasafnsins var haldið áfram frá hausti 1996 fram á vor 1997. Miðað var við að
þátttakendur í kennslunni væru börn allt frá ieikskólaaldri upp í framhaldsskólanemendur. Bréf var sent í
alla skóla á Fljótsdalshéraði og á fjörðunum til kynningar á henni. I kennslunni fór safnvörður með
nemendur um sýningarsal safnsins og að því loknu voru þau látin gera verkefni um það sem fyrir augu bar.
Verkefnin voru mismunandi eftir aldurshópum.
Leikskólabörnum var sögð saga sem tengdist sýningarmunum og noktun þeirra. Síðan voru léttar
spurningar, um söguna og munina, lagðar fyrir börnin sem þau svöruðu munnlega. Nemendum í 1 .-4. bekk
voru afhentar teikningar, af munum í sýningarsalnum, sem þau áttu síðan að lita og segja skriflega til um
það hvað væri á myndinni.
Verkefni nemenda í 5. - 8. bekkjum grunnskóla fólust í hópvinnu, þar sem 2-3 nemendur unnu saman
við að svara ákveðnum spurningum um muni í sýningarsalnum. Spurt var um heiti nokkurra muna og
notkun þeirra. Nemendur í 9. - 10. bekk grunnskóla voru einnig látin vinna í hóp, 2-3 saman. Nemendurnir
gátu valið einn grip í sýningarsalnum og sagt skriflega frá honum í stuttu máli, s.s. heiti, aldri, notkun,
o.s.frv. Hugmyndalisti var lagður fram til að auðvelda val á efni. Sýningartextinn var notaður sem heimild,
auk þess sem bækur og uppflettirit lágu frammi til heimildaöflunar.
Einnig var boðið upp á safnakennslu fyrir framhaldsskólanemendur. Verkefni þeirra fólst í því að
nemendurnir áttu að velja sér eitt þema úr sýningum safnsins og segja frá því skriflega. Hugmyndalisti
með leiðandi spurningum var lagður fram til að auðvelda val á efni. Nemendum var einnig bent á að nýta
sér Héraðsskjalasafnið í kjallara Safnahússins og Bókasafn Héraðsbúa á efri hæð þess til að afla sér nánari
heimilda urn valin viðfangsefni.
Vorið 1997 var auk hefðbundinnar safnakennslu gerð tilraun til að sýna gamlar aðferðir við rjóma- og
smjörgerð. Til að hægt sé að skilja mjólkina verður að nota nýja mjólk sem ekki hefur náð að kólna. Vegna
þeirrar tækni sem notuð er við mjaltir í dag getur reynst erfitt að ná í hana en vegna safnakennslunnar fékk
starfsmaður safnsins ieyfi til að mjólka kvígu með höndum á bæ einum nærri Egilsstöðum. Mjólkin var
síðan skilin í skilvindu og loks strokkuð í strokk af nemendum í 4. bekk grunnskólans á Egilsstöðum.
Tilraunin heppnaðist ágætlega og fengu þátttakendur nýstrokkað smjör með sér heim að lokinni
safnakennslu.
I desembermánuði komu öll börn í þrem yngstu árgöngum Egilsstaðaskóla í heimsókn og spreyttu sig
á að steypa kerti úr tólg. Safnstjóri tók á móti bömunum og kynnti þeim baðstofustemningu iiðins tíma og
þá lýsingu sem þá gafst.
Þátttaka í safnakennslunni var mjög góð vorið 1997. Hana sóttu bæði nemendur af Héraði, sem og frá
fjörðunum. Um safnakennsluna sáu safnstjóri og Anna Fía Emilsdóttir. Safnakennslu með svipuðu sniði
og að framan er lýst var fram haldið veturinn 1997-98. Ný saga var valin fyrir leikskólabömin og
verkefnum fyrir grunnskólabörn breytt lítillega. Alls komu rúmlega 500 böm í fylgd kennara sinna á safnið
vetrarmánuði ársins.
Skráning safngripa
Fyrripart vetrar árið 1997 var unnið markvisst að því að ljúka skráningu á þeim safngripum sem safnið
hefur viðað að sér undanfama hálfa öld. Samhliða skráningu var gripunum komið fyrir í geymslu safnsins
160