Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 180
Múlaþing
helstu gróðurlendum. Einnig er lagt mat á næmi tegunda fyrir mengunarefnum, sérstaklega loftbomum
flúorefnum og er sá hluti unnin af Rannsóknastofnun landbúnaðarins í samvinnu við sænskan sérfræðing.
- Uttekt á gróðurfari á fyrirhuguðum sorpurðunarstað Vopnfirðinga og nágranna þeirra.
- Úttekt á gróðurfari á mögulegum vegastæðum fyrir nýjan veg um Njarðvík.
Ýmis verkefni sem Náttúrustofan vinnur stöðugt að
- Söfnun heimilda og gagna um náttúru Austurlands en stefnt er að því að gera átak í að safna rituðum
heimildum þegar Náttúrustofan flyst í nýtt húsnæði.
- Fyrirlestrar í skólum og skólaheimsóknir.
- Reynt er að svara fyrirspumum frá almenningi, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum varðandi
náttúmfræði og náttúruvemdarmál.
Starfsfólk
Forstöðumaður var eini fasti starfsmaðurinn í fullu starfi við Náttúrustofuna. Starfsfólk bæjarsjóðs
Neskaupstaðar annast bókhald. Ari Magnús Benediktsson, líffræðingur, starfaði hjá Náttúrustofunni í tæpa 3
mánuði sl. sumar og vann hann einkum að lokafrágangi fræðsluverkefna í fólkvangi Neskaupstaðar og
gróðurrannsóknum í Reyðarfirði. Líneik Anna Sævarsdóttir, líffræðingur, vartn að gróðurrannsóknum í
Reyðarfirði í 3-4 vikur í júlí og ágúst. Halldór Walter Stefánsson vann að fuglarannsóknum. Auk þess aðstoðuðu
Gunnar Olafsson og Karolína Einarsdóttir við vettvangsrannsóknir. Náttúmstofa fékk einnig starfsfólk frá
Náttúrufræðistofnun Islands til liðs við sig vegna gróðurkortlagningar og vegna úttektar á fléttugróðri í
Reyðarfirði.
Samstarf
Starfandi náttúrustofur hafa með sér samstarf. Markmið samstarfsins er að treysta hlutverk og sess
náttúmstofa en einnig faglegt samstarf. M. a. er fyrirhugað að náttúrustofumar birti niðurstöður rannsókna í
sameiginlegri ritröð. Samkvæmt lögum eiga forstöðumenn Náttúrustofa að tilnefna einn fulltrúa í stjóm
Náttúrufræðistofnunar Islands og hefur forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands setið í stjórn
Náttúmfræðistofnunar Islands frá því haustið 1997.
Náttúrustofa Austurlands hefur auk þess verið í samstarfi við ýmsa aðila. Má nefna: Náttúmgripasafnið í
Neskaupstað og eftirlitsráðgjafa Náttúruverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnun Islands, bæði Akureyrar- og
Reykjavíkursetur, verkfræðistofuna Hönnun og ráðgjöf, Vegagerð ríkisins á Austurlandi og Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Verkefni framundan
Framtíðarverkefni velta á því að til þeirra fáist fjármagn. Fátt er því fast í hendi enn annað en þau verkefni
sem em í vinnslu. Hér verða nefnd nokkur af þeim verkefnum sem eru í vinnslu eða undirbúningi: Úrvinnsla
og skýrslugerð vegna gróðurrannsóka í Reyðarfirði mun standa yfir í vetur. Hreindýrabeitarrannsóknum á
Gerpissvæðinu verður haldið áfram næstu ár og áfram verður unnið að úttekt á fuglalífi í fjarðarbotnum á
Austurlandi. Sótt hefur verið um styrk til rannsókna á vexti fjallagrasa á Jökuldalsheiði en Náttúrustofan hefur
áður reynt að fá fjármagn til að koma því verkefni af stað. Arið 1997 kom nefnd skipuð af umhverfisráðherra
fram með tillögu um að fá Náttúrustofunni hlutverk varðandi hreindýrarannsóknir. Akveðin undirbúningsvinna
hefur verið unnin vegna þessa en lagabreytingar þarf til svo af því geti orðið með formlegum hætti. Frumvarp
þar að lútandi hefur enn ekki verið lagt fram. Fjölmörg önnur verkefni eru í athugun eða á hugmyndastigi.
178