Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 43
Uppruni ormsins í Lagarfljóti
Um þetta öskulag virðast afar skiptar
skoðanir, hvaðan það kom og hvort gosin
voru fleiri en eitt.31 Samtímaheimildir em
ekki til aðrar en gamalt bréf úr Eyjafirði frá
1477 þar sem talað er um þau: „ódæmi, og
ógnanir sem þá yfir gengu af eldsgangi, sand-
falli og öskumyrkrum og ógurligum drun-
um...“32 Það var með hliðsjón af þessu bréfi
sem Sigurður Þórarinsson batt svarta ösku-
lagið við 1477 og um það ártal virðist
nokkum veginn vera samkomulag. Ef marka
má þessa heimild hefur askan fallið í byrjun
ársins og Fljótið að öllum líkindum á ís eins
og 1875. Þegar ísa leysti um vorið hefur
svört basaltaskan hvolfst í undirdjúpin.
Hvort sem gosin voru eitt eða tvö og
hvaðan sem spýjan kom er Ijóst að í þeim
miklu eldsumbrotum sem yfir dundu í lok
15. aldar hefur án efa verið mikið að gerast
í Fljótinu. Kemur þar tvennt til, hugsan-
legir jarðskjálftar eða spennubreytingar sem
hafa losað um gasgildrur en í öðru lagi hafa
áhrifin frá öskufallinu ekki verið minni en
1875 því í þetta skiptið var um basaltösku
að ræða sem er miklu þyngri en líparítaskan
frá Dyngjufjallagosinu og hefur þegar
sokkið til botns.
Af framansögðu ætti að vera orðið ljóst
að mig grunar að ormstrúin eigi rætur að
rekja til eldsumbrota. Eldsumbrota sem
voru þess eðlis að þau höfðu áhrif á út-
streymi gassins í Fljótinu. Óneitanlega
berast böndin að síðari hluta 15. aldar, til
umbrotanna sem tíðkast hefur að tengja
árinu 1477. Eg tel að þau undur sem menn
höfðu fyrir augum í Fljótinu hafi verið svo
tíð og stórkostleg og vakið svo almenna
eftirtekt að í kringum þær hamfarir hafi
ormstrúin orðið til, eða a.m.k. fengið byr í
seglin og þotið um allt land og þess vegna
verið orðin almenn, innan lands og utan,
þegar við fréttum af orminum fyrst í
ritheimildum 1562, 85 árum eftir öskufall-
ið. Þannig má líka skýra þá trú að ormurinn
birtist á undan stórmerkjum ef jarðskjálftar
eða spennubreytingar hafa losað um gas
áður en sjálf ósköpin, öskufallið, dundi yfir.
Ekki má heldur gleyma því að elsta ritheim-
ild um orminn tengir hann einmitt eldsum-
brotum.
Sú staðreynd að jafnlangur tími líður, ef
marka má heimildir, frá því ormurinn sést
fyrst eftir þessar tvær mestu náttúruham-
farir sem gengið hafa yfir Fljótsdalshérað er
að öllum líkindum tilviljun, en merkileg
tilviijun samt.
31 í því sambandi nægir að benda á greinarnar í afmælisriti Sigurðar Þórarinssonar þar sem hvað rekst á annars horn.
32 íslenzkt fornbrí'fasafn. Sjötta bindi. Bls. Í04. Reykjavík 1900-1904.
41