Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 70

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 70
Múlaþing með í fyrstu Islandsferðinni þegar sagt er að þeir fóstbræður hafi gist Alftafjörð? Til er skrá yfir ömefni í landi Mel- rakkaness. Hún er gerð eftir frásögn Guðmundar Dagssonar, dags. 12. jan. 1938 og undirrituð af Margeiri Jónssyni. Skráin var yfirfarin um eða eftir 1950 af Helga Einarssyni, Melrakkanesi, og prófessor Stefáni Einarssyni, sennilega vegna útkomu Arbókar F.I. 1955 og er varðveitt á Örnefnastofnun. Þar segir: „Forfeður Guðmundar hafa búið á Melrakkanesi um nokkurra kynslóða tímabil, og hafa örnefni geymst vel í minni ættarinnar.“— ,,Þau munnmæli eru alkunn þar í sveit, að Ingólfur Arnarson dveldi sinn fyrsta vetur á Melrakkanesi, þegar hann fór fyrst að leita Islands, og er mœlt að vetursetu hefði hann suðvestan á nesinu. Þetta kemur heim við það sem um könn- unarferð Ingólfs segir frá í Landnámu, að hann dveldi einn vetur í Álftafirði hinum syðra, og gœti þá Hamarsfjörður hafa heitið upphaflega Alftafjörður hinn ytri. “ Þetta fellur vel að því áliti Stefáns Einarssonar sem áður var minnst á, að Brand-Önundur hefði sennilega búið á Melrakkanesi. Augljóslega hafa verið allmiklar siglingar til Alftafjarðar syðri á landnáms- tímanum og alllengi eftir það. Til eru ömefni við fjörðinn, sem lfklegt er að séu frá þeim tíma. Fyrst má nefna Skipasker og Skipaskerstanga litlu austar en Ósnes. Skerið er alllangt, lágt og vaxið gróðri. Sker og tangi til samans mynda skjólgóða vík vestan við Skerið. Austan Starmýrar eru Starmýrarteigar, austan við þá gengur tangi út í fjörðinn sem heitir Skipsnes. Innan við nesið er Starmýrarmöl. Vestur á engja- flesjunum er sérkennileg klettaborg kölluð Malvíkurhöfði. Fornt nafn hans er „Mölvíkurhöfði.“ (Fornbréfasafn). Nokkru norðar er svo Leiruvogur og Þangbrands- bryggja. Sunnan þess kletts er Krossvík (sjá kort). Knararsund sem áður er minst á er milli Ulfseyjar og Hvaleyjar og er sú leið sem farin var á minni bátum milli Djúpavogs, Hamars og Álftafjarðar, um Djúpasund. Leið þessi var þröng, full af blindskerjum og því vandrötuð. Enginn vafi er á að nafngiftin „Knararsund,” er komin frá siglingum landnámsmanna. I bókinni Djúpivogur, 400 ár við voginn, skrifar Birgir Thorlacius um ömefni á Búlandsnesi. Þar segir Birgir ma.: „Krosshóll er á Hörganesi hjá Brandsvogi (eða Þangbrandsvogi).“ Þama er Birgir auðsjáanlega með frásagnir Njáls sögu í huga, en þar segir m.a. um ferðir Þangbrands: „...Hjalti fór útan um sumarit ok Gissurr hvíti. En skip Þangbrands braut austur við Búlandsnes, ok hét skipit Vísundr. “ Nokkurs misræmis gætir í Kristni sögu og Njáls sögu um það hvort að Þangbrandur fari af landi brott 998 eða 999. Samkvæmt útreikningum Tímatals, hefur það verið síðsumars árið 999 og þar eru einnig taldar fram allar líkur fyrir að Þangbrandur hafi gist tvo vetur á Þvottá. Þegar Þangbrandur hefur orðið fyrir því óhappi að brjóta skip sitt, verður hann að koma því til hafnar við fasta landið. Menn hafa því getið sér þess til að það hafi verið þar sem síðan heiti „Brandsvogur.” Eftir þetta óhapp hans við Búlandsnes hættir Þangbrandur við heimferð til Noregs í það sinn. Þess í stað fer hann samkvæmt Njáls sögu, vestur um sveitir allt vestur á Barðaströnd, til Gests Oddleifssonar í Haga, og síðan það sama sumar aftur austur um sveitir til Bergþórshvols og gisti þar: „Þá reið hann austr í Álftafjörð til móts við Síðu- Hall. Hann lét bæta skip sitt, og kölluðu heiðnir menn þat Járnmeis. A því skipi fór Þangbrandr útan ok Guðleifr með honum. “ 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.