Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 81
Gangnakofar
Ferðamenn við Laugakofa að sumarlagi um 1950-60. Laugakofi var fastur
áningarstaður og gististaður þeirra sem lögðu leið sína að Snœfelli á tíma-
bilinu 1850-1970. Ljósm. óþekktur.
sér við hlið þeirra, og eru
þá notaðir sem hesthús.
Allir kofar sem nú (1998)
eru í notkun á Fljótsdals-
afréttum eru af þessari
gerð. í þeim er yfirleitt
trégólf og kojur meðfram
veggjum, eldunaraðstaða
o.fl. Finnst sumum það
ankannalegt að kalla
þessi hús kofa. Þar með
hafa íslendingar rekið af
sér slyðruorðið, sem
Guðmundur frá Miðdal
var að saka þá um.
Viljað hefur það
brenna við, að reymt
þætti í sumum gangna-
kofum, eins og í ýmsum
gistiskálum á fjallvegum,
sem alkunnugt er. Til eru
ýmsar skráðar og óskráðar sögur, er
sanna þetta, og verða nokkrar þeirra rakt-
ar hér á eftir. Sameiginlegt einkenni
slíkra kofa-reimleika er gjarnan, að þeir
sem fyrir þeim verða telja að þeir hafi
verið dregnir til í kofanum, jafnvel út í
dyr eða út úr kofunum, og fylgja oft
slæmir draumar. Ekki er mönnum gert
mein að öðru leyti, en sagt er að einn kofi
á Fljótsdalsafréttum hafi lagst af vegna
þessa.
Kofalíf - kofamenning
Fjallskilum á haustin fylgir sérstök
stemning, sem margir, ekki síst fjárbænd-
ur, kunna vel að meta. Kofalífið eða
„kofamenningin“ er þar oftast ómissandi
þáttur. Oft er gleðskapur mikill í kofun-
um fyrsta kvöldið sem þar er gist, og
göngumenn eru óþreyttir. Nú er Bakkus
þar oftast með í för. Oftast er mikið sung-
ið og sagðar gamansamar sögur eða
draugasögur.
Páll J. Kjerúlf lýsir svo kvöldi í
Sauðárkofa um aldamótin síðustu:
„Þegar við höfðum húið um okkur í
kofanum eftir föngum, slegið í hann hey,
og komið hestunum á beit, fóru menn að
segja ferðasöguna. Sumir höfðu séð tóur,
aðrir hreindýr, margir höfðu fundið
hreindýrshorn; var ég einn þeirra; og
allir höfðu eitthvað að segja. Eftir að
menn höfðu neytt matar síns, tóku menn
að kveða, syngja og segja skrítlur; stund-
um eru áflog og skammir; stundum glíma
menn líka í góðu,fara í krók eða togast á
á einhvern annan hátt. Þetta er reyndar
allt mjög mismunandi, sem fer allt eftir
því hvaða menn eru saman komnir á
þessum og þessum stað. Líkt þessu er
kofalífið." 14
79