Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 23
Ingi T. Lárusson
Á þjóðhátíð Austurlands á Seyðisfirði
7. ágúst 1921
Fyrsta sinn sem ég sá Inga T. Lárusson
stjóma söngkór var þegar hann stjórnaði
blönduðum kór á þjóðhátíð Austurlands
sem haldin var á Seyðisfirði 7. ágúst 1921.
Samkomusvæðið var við Garðarsveg, sem
næst því sem nú er knattspyrnuvöllurinn,
þ.e. sá hluti þjóðhátíðarinnar sem haldinn
var úti. Þennan dag var veður gott, sólskin
og hlýtt seinni hluta dagsins sem var sunnu-
dagur.
Fjölmenni var á samkomunni víða að af
Austurlandi og kom til Seyðisfjarðar ýmist
á hestum eða sjóleiðis með vélbátum og
stæira skipi (línuveiðara með gufuvél) af
Suðurfjörðunum.
Aðalræðumaður samkomunnar var Rík-
arður Jónsson, myndhöggvari, sem þá átti
heima á Djúpavogi, var frá Strýtu í Hóls-
þinghá í Búlandshreppi. Hann sagði frá
ferð sinni til Italíu ásamt Davíð Stefánssyni
skáldi frá Fagraskógi og þriðja Islendingi
sem mig minnir að væri þingeyskur bóndi.
Ríkarður flutti mál sitt vel með sinni
þróttmiklu rödd sem heyrðist vel til mann-
fjöldans, án þess að notað væri magnara-
kerfi svo sem nú tíðkast enda ekki til svo ég
viti á Seyðisfirði á þeim dögum.
Að lokinni ræðu Ríkarðs hófst kórsöng-
urinn. Þá heyrði ég í fyrsta sinn sungin
Átthagaljóð Sigurðar Arngrímssonar með
því gullfallega lagi sem Ingi T. Lárusson
gerði við ljóðið. Þessi söngur er mér
ógleymanlegur. Eg var 12 ára þegar þetta
var. Hafði aldrei séð Inga stjóma kór,
aðeins heyrt kirkjukór Vestdalseyrarkirkju
syngja. Ég man enn hreyfingar hans við
söngstjórnina, þá var sannarlega stjórnað
söng af lífi og sál með miklum tilbrigðum.
Nú er þess að geta að sungin var 12 laga
syrpa, þjóðleg og skemmtileg, mörg lögin
Sigurður Arngrímsson. Úr bókinni Aldrei gleymist
Austurland.
voru „klöppuð upp“ og endurtekin og bætt
við aukalögum. Söngurinn hreif fólkið
enda söngstjórinn frábær og kórinn skip-
aður ágætum söngröddum enda sönglíf
gamalgróið á Seyðisfirði. Eitt þeirra laga
sem sungið var á þjóðhátíðinni var alveg
nýtt og ljóðið einnig en það var áðurnefnt
lag Inga við ljóð Sigurðar Arngrímssonar
og var þá sungið opinberlega í fyrsta skipti.
Átthagaljóðin, fæðing ljóðs og lags
Nefnd sú sem stóð fyrir þessari
þjóðhátíð Austurlands hafði hug á að samið
yrði ljóð tileinkað Austurlandi og samið lag
við Ijóðið og það sungið á þeirri þjóðhátíð
Austurlands sem nú fór í hönd. Það sagði
mér Gunnlaugur Jónasson, bróðir eins
nefndarmanna, Benedikts Jónassonar, kaup-
manns (ath. bls. 57), að bróðir hans hafi rætt
við þá Sigurð Arngrímsson og Inga T.
Lárasson um samningu ljóðs og lags fyrir
21