Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 78
Múlaþing
Magnahellir í Hafrahvömmum í ágúst 1978.
Ljósm. Hjörleifur Guttormsson.
...“fór í allar göngur og var fyrirliði
gangnanna inná afréttum, og máttu menn
optast liggja úti undir berum himni, því
enginn varþá kominn kofi á örœfum.“ 8
Hér er líklega fyrst og fremst átt við
Múlaafréttina, því að Pétur ólst upp á
Þorgerðarstöðum í Múlanum, en virðist þó
vera almennt orðað. Pétur er fæddur 1823 og
hefur varla farið í göngur fyrr en um 1840.
Síðar í ævisögu Péturs segir hann frá
hrakningum í Ranagöngum, og er þá korninn
kofi í Fjallaskarði í Rana, enda segist hann
þrisvar hafa byggt upp Ranakofa, meðan
hann var í dalnum.9 Þetta mun hafa verið um
miðja 19. öldina, eða á ámnum 1850-60, og
bendir ýmislegt til, að þá hafi fyrstu kofamir
verið byggðir. Arið 1872 eru komnir kofar
við Laugafell og Háls undir Fellum.10
Breytingar á byggingarlagi
Fyrstu göngukofarnir hafa verið lítil
hreysi, hlaðin að mestu úr grjóti, og
líklega oft með helluþökum. Þau hafa
hvorki haldið vindi né vatni, en eins og
máltækið segir: það er aumur skúti sem
ekki er betri en úti. Þar sem jarðvegur var
voru kofarnir líklega grafnir inn í börð.
Dyr hafa trúlega ekki verið á fyrstu
kofunum, heldur var inngangan um op
(vindauga) á þakinu, og hella lögð yfir.11
Víða reyndu menn að nota hella og
skúta til gistingar í göngum, jafnvel jarð-
holur eða gíga, eins og dæmin sanna í
Mývatnssveit. Magnahellir í Hafra-
hvömmum, á afréttum Jökuldælinga, var
frægur gististaður af þessu tagi, en á
afréttum Fljótsdæla var slíku ekki til að
dreifa.
Þessir fyrstu kofar voru stundum
byggðir á óhentugum stöðurn, þar sem
engin beit var fyrir hesta eða fé, enda
fóru menn þá yfirleitt gangandi í göngur
(eins og orðið göngur og göngukofar
bendir til), og allt fram á miðja þessa öld
tíðkaðist að fara gangandi í eftirleitir (3.
göngur), segir Níels Pétursson í Seli. Því
voru sumir kofanna fluttir, eftir að altítt
varð að fara ríðandi í göngur.
Um 1880 eða fyrr er farið að refta yfir
kofana, sem jafnframt voru þá oftast
stækkaðir, og setja á þá hurðir úr tré, litla
glugga, og jafnvel palla á gólf, sem þó
var sjaldgæft.
Afréttarfé mun hafa fjölgað mjög eftir
að hætt var að færa frá eftir aldamótin og
farið að selja lömb til slátrunar. Þurfti þá
að sama skapi fleiri gangnamenn. Aður
voru það eingöngu geldær og sauðir, sem
rekin voru á afréttir, en sumsstaðar voru
fráfærulömb þó rekin þangað seinni part
sumars.
76