Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 147
Nítjándu aldar byggð í Rana fagurgróinn og skógi vaxinn hátt upp en þar er mikil skriðuhætta. Hinn 10. nóv. 1941 var úrhellis regn með suðaustan roki. Höfðu þykkar og þungar, vatnssósaðar skógarjarð- vegsskriður hlaupið fram úr hlíðinni og farið yfir engjar og tún á Arnaldsstöðum en bærinn slapp. Voru berar klappir þar sem skógur var áður í fjallinu. Höfundur þessa þáttar kom inn á grundirnar hjá Víðivöllum fremri tíu dögum síðar og taldi skriðurnar sem voru seytján. Viðarrastir rak út eftir öllu Lagarfljóti næstu vikur og rak upp í fjörum. Einhver hafði við orð að nú sæist Lagarfljótsormurinn, því rastimar minntu á ormahryggi í vatninu. Ekki þarf að kenna sauðfjárbeit um þessa jarðvegseyðingu. Ekki eru nefnd hlaup í landi Arnalds- staða í tíð Eiríks Eiríkssonar og lítt er þeirra getið í riti Ólafs Jónssonar Skriðuföll og snjóflóð. Vel taldist jörðin til sauðfjár- búskapar fallin vegna góðrar beitar en heyskapur var lítill. Jörðin var eign Valþjófsstaðarkirkju og hafði slægjur í Valþjófsstaðarnesi gegn skógarhöggi í Múlanum. Eftir að Eiríkur og Margrét komu þangað höfðu þau vinnufólk en fremur fátt. Yngsta dóttirin, Járngerður, fæddist þar árið 1812. Vilborg Pálsdóttir, móðir Eiríks, var hjá þeim til dauðadags 1813. Þorvaldur (2467), bróðir hennar var hjá þeim eitt ár. Hafði búið ásamt Solveigu systur þeirra á Þorgerðarstöðum. Ólst Margrét Jónsdóttir upp hjá þeim. Systur- dóttir Margrétar, Gróa Jónsdóttir ólst upp á Arnaldsstöðum og bjó þar síðar. Gróa Eiríksdóttir víkur að heiman 1816 en kemur aftur 1818. Þama virðist fjölskyldan hafa unað sér vel. Vorið 1822 flytjast þau í Víðivelli ytri í Fljótsdal. Er þar mikil og góð jörð með landkostum, skógur í fjalli, tún og engi ágæt. Búseta var þar sýslumanna og auðmanna urn aldir og jörðin ætíð í bænda eign eins og Glúmsstaðir, einar jarða í Fljótsdal. Þama urðu þau fyrir þeirri sorg að missa Guðrúnu dóttur sína árið 1824 fimmtán ára að aldri. Fjölskyldan fluttist að Víðivallagerði vorið 1825. Jörðin er um miðjan Suðurdal austanverðan, þokkaleg til ábúðar en jafnast ekki á við Víðivelli ytri. Líklega hefur Eiríkur verið farinn að kenna heilsubrests, því hann lést 21. júlí um sumarið. Margrét dvaldist þar áfram en er talin húskona. Hún lést 30. apríl 1829. Þá er Járngerður, dóttir hennar, talin þar vinnukona. Solveig er þá gift Pétri Bjamasyni og búa þau þar til ársins 1831 að þetta fólk er að fullu horfið frá Víðivallagerði. Eiríkur Eiríksson var hreppstjóri í Fljótsdal og virðist hafa haft mannheill. Þau hjónin höfðu stundum sveitarómaga og tökuböm í heimili. Er í frásögur fært að árið 1821 útvegaði hann tveimur fátækum fjölskyldum ábúð á Klúku í Fljótsdal upp á sína ábyrgð og hjálpaði þeim við heyhirðingar. Önnur hjónin tók hann af sveit og hafði sveitarstjórn áður skilið þau. Eiríkur vildi ekki halda slíku áfram. Elstur bama í hinni fjölskyldunni varð síðar tengdasonur Eiríks. Víkjum nú að dætrum hans. Dætur Eiríks Eiríkssonar og Margrétar Jónsdóttur. Gróa (1673), f. 23. maí 1799, var lengi vinnukona hjá sr. Hjálmari Guðmundssyni fyrst á Kolfreyjustað, síðar á Hallormsstað en síðast hjá Margréti dóttur hans á Brekku í Fljótsdal. Gísli læknir, sonur sr. Hjálmars bjó að Höfða á Völlum. Hann var sóttur til Gróu, þegar hún lá banaleguna. Kona hans vildi ekki að hann færi en Gísli svaraði af bragði: „Það er ekki til neins að tala um það í þetta sinn. Eg fer og verð yfir henni Gróu, þangað til henni batnar eða hún deyr.“ Hann efndi það. 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.