Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 36
Múlaþing það hégóma að trúa á goð. Fljótið býður hann velkominn, veiði glæðist og á það þátt í að koma undir hann fótunum á nýjum slóðum. En um orminn þegir höfundur þunnu hljóði. I Droplaugarsonasögu er Fljótið örlagavaldur og höfundi gefst frábært tækifæri til að koma orminum að. Droplaug, kona Helga Asbjarnarsonar, drukknar í vök í Fljótinu, ásamt tveimur þrælum, „ok heitir þar síðan Þrælavík“.6 Má það merkilegt kalla að engum skuli hafa dottið í hug að nefna hana frekar eftir konunni. En orminum er ekki blandað í þetta slys eða á hann minnst af öðru tilefni. Fljótsdœlasaga hefur löngum verið lítils metin, talin heldur ómerkileg uppsuða frá 15. eða 16. öld.7 Fyrir fáum árum komu síðan fram sannfærandi rök fyrir því að sagan sé mun eldri, jafnvel samin um 1300.8 En hvað sem aldri sögunnar líður datt höfundi einhverra hluta vegna ekki í hug að skrifa í hana orm. Hér drukknar þó kona Helga Asbjarnarsonar einnig, að vísu undir öðru nafni en í Droplaugarsonasögu, en á sama stað og þrælar tveir með henni. I Fljótsdælasögu eru nefndar vakimar út af Hreiðarsstöðum. Helgi Hallgrímsson segir í grein í Týli 1982 að Lagarfljótsormsins sé: „fyrst getið í annálum frá miðri 14. öld“.9 Síðan vitnar hann í Skálholtsannála en þar stendur: „Sýndist einn undarlegur hlutur austur í Lagarfljóti í Fljótsdalshéraði, og vita menn að kvikt var. Sýndust stundum sem eyjar stórar; en stundum skýtur upp lykkju, og sund á milli, og margra hundraða faðma langt. Engin veit um digurleik á því, og hvorki hefur sést á því höfuð eða sporður, og því vita menn eigi hvað undra það var. “ Því verður ekki á móti mælt að hér er komin heimild um eitthvað óvenjulegt og kvikt í Lagarfljóti á 14. öld en ekki minnst á orm heldur sagt bemm orðum að menn hafi ekki vitað: „hvað undra það var.“ Var ormstrúin ekki komin til sögunnar þegar þetta var? Að öllum líkindum ekki. Eftir- tektarvert er að þessa heimild skuli vera að finna í Skálholtsannálum því Skálholt verður síðar eins konar miðstöð orms- trúarinnar.10 Mér vitanlega koma Lagarfljótsundur ekki fyrir í íslenskum annálum aftur fyrr en hjá Gísla Oddsyni sem segir við árið 1600: „Einnig í sama mánuði sást hinn geysistóri ormur í Lagarfljóti og stóðu þrjár kryppur hans upp úr vatninu.“'1 Hér leikur ekki vafi á: „hvað undra það var.“ Til er ritheimild þar sem segir að ormurinn hafi birst bæði 1562 og 1579. Þessari heimild hefur enginn gaumur verið gefinn til þessa þótt um sé að ræða elsta skrásetta vitnisburð um ormstrúna sem fundist hefur enn sem komið er. Meðal fjölmargra íslenskra handrita í British Museum er dálítil samantekt, að mestu á latínu, þar sem talið er upp það helsta sem þá hafði verið skrifað um Island. Jón Helgason, prófessor, kannaði íslensku ^íslenzkfornrit. XI. bindi. Jón Jóhannesson gaf út. Bls. 144. Reykjavík 1950. 7Það var t.d. skoðun Kristians Kálunds sem fyrstur gaf söguna út í Kaupmannahöfn 1883 að sagan væri 16. aldar verk (bls. II og XXXIII) og á sama máli var Sigurður Nordal: Um íslenzkar fomsögur. Bls. 158. Reykjavík 1970. í formálanum að ís- lenzkum fomritum, XL. bindi, nefnir Jón Jóhannesson að sagan sé ekki eldri en frá síðari hluta 15. aldar (bls. XCIX-C). ^Stefán Karlsson: "Aldur Fljótsdæla sögu." Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. aprfl 1994. Rvík 1994. ^"Undrin í Lagarfljóti." Týli, 1. hefti 1982, 12. árgangur. Bls. 13. Akureyri 1982. ^Þrír Skálholtsbiskupar á 17. öld skrifuðu um orminn: Oddur Einarsson, Gísli sonur hans og Þórður Þorláksson. ^íslenzk annálabrot, bls. 19. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.