Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 80
Múlaþing Laugakofi að vetrarlagi um 1955. Boghlaðinn suðurstafn kofans með Ijóra og austurhlið með dyrum sem skeflt hefur upp að. Til vinstri sést í snjóhíl Bergs Ólafssonar. Ljósm. Þorbjörg Bergsteinsdóttir, Egilsstöðum. þeim ef þeir opnuðust, eða voru skildir eftir opnir af vangá. Var þessu því snúið við á sumum kofunum, og hurðir opnaðar út. Ljórar eða gluggaborur voru á sumum kofunum, oftast efst á stafni. I frásögn eftir Gunnar Sigurðsson á Egilsstöðum í Fljótsdal segir um Lauga- kofa: „Það var hægt að elda á hlóðum, en allt fylltist af reyk, svo allir flúðu út.“12 Annars munu eldstæði í kofum hafa heyrt til undantekninga, enda kröfðust þau mikillar loftræstingar, sem ekki var fyrir hendi. Eitthvað var um olíuvélar í kofun- um, og eftir að prímusar komu til sög- unnar voru þeir hafðir í kofum eða fluttir þangað, og gangnamenn höfðu steinolíu meðferðis. I eftirleitum voru lömb oft hýst í kofunum, og sömuleiðis hundar, þegar vont var veður. Var þá þröngt setið í þess- um litlu húsum, og þurftu gangnamenn stundum að sofa sitjandi upp við vegg. Oftast var gamalt og mygl- að hey á gólfinu í kofunum, og þegar menn komu þar á haustin var oft byrjað á því að sækja nýtt gras, sem slegið var í grennd við kofann, en til þess var orf og ljár í sumum kofunum. Þetta kom þó ekki að gagni ef grasið var blautt. Guðmundur frá Miðdal ritar svo um þessa hefð- bundnu kofa 1936: „En þegar ég lít inn í slíka kofa, lyktandi af mygluðum skinnbjórum og hrossataði, þá grípur mig lamandi tómleiki. Tek ég þá oft á mig krók til að forðast hreysi þessi, sem nefnd eru sæluhús. A húsurn þessum sér maður best vesöld og niðurlægingu feðra vorra, nægjusemi og sjálfsafneitun, sem nefna mætti sjálfspyntingu. Þarna er allt í senn: sóðaskapur, fýla, loftleysi og kolniðamyrkur. En þó þykir byggða- mönnum jafnan vænt um kofann sinn, og einmitt í þessu liggur ógæfan, hin fátæk- lega nægjusemi, sem endar með vonleysi og framtaksleysi.“ 13 Um miðja 20. öldina er byrjað að setja járnþörk á kofana, og byggja við þá hest- hús, og síðar koma svo til girðingar við kofana til að geyma féð. Járnþökin hafa líklega oftast verið fest á sperrur, og á þau var stundum lagt torf og hellur. Samhliða járnþökum voru stundum sett timburþil á stafna kofanna í risinu. Um 1960 er farið að byggja járn- klædda timburgrindaskála, með járnþaki, í stað gömlu kofanna, sem oft fá að halda 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.