Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 80
Múlaþing
Laugakofi að vetrarlagi um 1955. Boghlaðinn suðurstafn kofans með Ijóra og
austurhlið með dyrum sem skeflt hefur upp að. Til vinstri sést í snjóhíl Bergs
Ólafssonar. Ljósm. Þorbjörg Bergsteinsdóttir, Egilsstöðum.
þeim ef þeir opnuðust, eða voru skildir
eftir opnir af vangá. Var þessu því snúið
við á sumum kofunum, og hurðir opnaðar
út. Ljórar eða gluggaborur voru á sumum
kofunum, oftast efst á stafni.
I frásögn eftir Gunnar Sigurðsson á
Egilsstöðum í Fljótsdal segir um Lauga-
kofa: „Það var hægt að elda á hlóðum, en
allt fylltist af reyk, svo allir flúðu út.“12
Annars munu eldstæði í kofum hafa heyrt
til undantekninga, enda kröfðust þau
mikillar loftræstingar, sem ekki var fyrir
hendi. Eitthvað var um olíuvélar í kofun-
um, og eftir að prímusar komu til sög-
unnar voru þeir hafðir í kofum eða fluttir
þangað, og gangnamenn höfðu steinolíu
meðferðis.
I eftirleitum voru lömb oft hýst í
kofunum, og sömuleiðis hundar, þegar
vont var veður. Var þá þröngt setið í þess-
um litlu húsum, og þurftu gangnamenn
stundum að sofa sitjandi upp við vegg.
Oftast var gamalt og mygl-
að hey á gólfinu í kofunum,
og þegar menn komu þar á
haustin var oft byrjað á því
að sækja nýtt gras, sem
slegið var í grennd við
kofann, en til þess var orf
og ljár í sumum kofunum.
Þetta kom þó ekki að gagni
ef grasið var blautt.
Guðmundur frá Miðdal
ritar svo um þessa hefð-
bundnu kofa 1936:
„En þegar ég lít inn í slíka
kofa, lyktandi af mygluðum
skinnbjórum og hrossataði,
þá grípur mig lamandi
tómleiki. Tek ég þá oft á
mig krók til að forðast
hreysi þessi, sem nefnd eru
sæluhús. A húsurn þessum sér maður best
vesöld og niðurlægingu feðra vorra,
nægjusemi og sjálfsafneitun, sem nefna
mætti sjálfspyntingu. Þarna er allt í
senn: sóðaskapur, fýla, loftleysi og
kolniðamyrkur. En þó þykir byggða-
mönnum jafnan vænt um kofann sinn, og
einmitt í þessu liggur ógæfan, hin fátæk-
lega nægjusemi, sem endar með vonleysi
og framtaksleysi.“ 13
Um miðja 20. öldina er byrjað að setja
járnþörk á kofana, og byggja við þá hest-
hús, og síðar koma svo til girðingar við
kofana til að geyma féð. Járnþökin hafa
líklega oftast verið fest á sperrur, og á
þau var stundum lagt torf og hellur.
Samhliða járnþökum voru stundum sett
timburþil á stafna kofanna í risinu.
Um 1960 er farið að byggja járn-
klædda timburgrindaskála, með járnþaki,
í stað gömlu kofanna, sem oft fá að halda
78