Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 75
Helgi Hallgiimsson
Samantekt um gangnakofa
á Fljótsdalsafréttum1
Afréttarlönd Fljótsdalshrepps eru mjög
víðlend, og spanna allt svæðið austan
Vatnajökuls, milli afrétta Lóns og
Geithellnahrepps að sunnan og Jökulsár á
Brú að norðan, en að austan liggja afréttir
Skriðdælinga, Vallamanna og Fellamanna að
þeim. A sumum afréttum Fljótsdæla taka
fjallgöngur 4-5 daga, og talið hefur verið að
það væri ársverk fyrir einn mann að smala
þær allar.
Fyrr á öldum virðast gangnamenn hafa
flutt með sér tjöld til að gista í, en síðustu 150
ár eða svo hafa svonefndir gangnakofar
(göngukofar) staðið á þessum öræfum, til
gistingar fyrir smalamenn. Eins og við er að
búast hafa kofamir tekið miklum stakka-
skiptum á þessu tímabili, og eru nú víða
komnir timburskálar í stað gömlu grjótkof-
anna, sem þó standa oftast líka og eru notaðir
sem hesthús. (Orðið kofi er af gömlum
germönskum stofni, sem talið er hafa merkt
„að vera hvelfdur, boginn“. Eru til samsvar-
andi orð í öllum germönskum málum).
Mikilvægt er að bjarga því sem bjargað
verður um gömlu grjótkofana, sem bráðum
hafa mnnið sitt skeið. Saga kofanna er merki-
1 Þetta er fyrri hluti greinarinnar, seinni hlutinn
kemur að ári og fjallar um gangnakofa vestan
Jökulsár í Fljótsdal (númer 6-11 á korti). Ritstj.
legur þáttur byggingasögunnar sem ástæðu-
laust er að glata.
Fljótsdalsafréttum er skipt í eftirfarandi
gangnasvæði, talið sólarsinnis: 1. Villinga-
dalur, 2. Suðurfell, 3. Midi (Múlaafrétt),
A.Undir Fellum (Fellnaafrétt), 5. Vesturöræfi,
6. Rani (Ranaafrétt), 7. Útheiði.
Á Villingadal og Útheiði hafa aldrei verið
kofar, enda aðeins um dagsgöngur að ræða,
en á öllum hinum hafa verið gangnakofar eða
em enn. Alls er vitað um 11-12 kofa, sem
hafa verið í notkun á þessum afréttum á
einhverju tímabili. Þykir mér ólíklegt að þeir
hafi verið svo margir í nokkru öðru
sveitarfélagi hér á landi, þó ekki hafi það
verið kannað.
Kofasaga
Upphaf kofabygginga og saga þeirra
Ymislegt bendir til að að gangnakofar hafi
ekki tíðkast á Fljótsdalsafréttum fyrr en um
miðja síðustu öld. Allar meginafréttir
Fljótsdæla voru í opinberri eigu (kirkjunnar) og
hafa verið leigðar einstökum bændum til
upprekstrar, aðallega á sauðum og öðm geldfé,
73