Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 26
Múlaþing
smíðina en Ingi á Háubökkum. Það gerði
meðal annars Gunnlaugur Jónasson í viðtali
við Svavar Gests um 1976 þegar hann talaði
inn á segulband hjá Svavari frásögn sína af
því hvar ljóð og lag urðu til og flutt var í
Ríkisútvarpinu.
Frá staðarvalinu sagði aðspurður Sigurður
Amgrímsson, ljóðskáldið sjálft.
Ekki efa ég það að dómnefndin hafi greitt
skáldalaunin en hitt er annað mál að fáum,
eða engum, dettur í hug að þessir snillingar
hafi látið kaupa sig til skáldverka sinna fyrir
brennivín. Nei, til þess voru þeir báðir of
vandir að virðingu sinni fyrir ljóðagerð og
lagasmíð að þeir hafi á nokkurn hátt viljað
þakka það Bakkusi að þetta ágæta verk, ljóð
og lag, varð til.
Guðsdýrðarroðinn og þjóðhátíðin
Jón Þórarinsson, tónskáld, segir í erindi
sínu áðumefndu um veðrið á þjóðhátíðar-
daginn að fyrir hádegi hafi verið „þungbúið
veður - þokuslæðingur í hlíðum, en þegar
Ingi kom á söngpallinn og kórinn, braust
sólin í gegnum skýjaþykknið og var eftir
þetta sólskin og hiti í marga daga með „guðs-
dýrðarroða á tindum mærum“. Mér er enn í
fersku minni þessi þjóðhátíð Austurlands.
Hún var sú fyrsta þar sem ég var meðal
þjóðhátíðargesta og þótti mér 12 ára dreng
ntikið til koma um skemmtiatriðin sem voru
margvísleg, bæði íþróttir, leiksýning auk
ræðuhalda og söngs. Þá er mér í minni reip-
drátturinn sem fram fór á samkomusvæðinu
sem var knattspymuvöllurinn áðumefndi.
Þennan dag voru fjölmargar færeyskar
fiskiskútur, „slúppir" eins og Færeyingar
nefna fiskiskútur sínar, inni á Seyðisfirði.
Milli þeirra, Færeyinganna og Austfirðing-
anna, var reipdrátturinn þreyttur. Færeyingar
sigruðu í þessari þraut, enda nýkomnir af
sjónum þar sem þeir daglega fengu þjálfun í
tógatogi því í þá daga vom ekki vélar komnar
í skipin þeirra til að drífa þau áfram, heldur
aðeins segl sem alltaf þurfti að vera að
hagræða eftir vindi. Mér er minnistæður sá
færeyski skipstjóri sem hjá þeim var í enda-
lykkjunni, ja, þvílíkt tröll á allan vöxt, en það
er eitt aðalatriði í reipdrætti að enda- eða
lykkjumaður sé þungur. Annars voru Aust-
firðingamir ekki auðsigraðir því þar vom líka
með kraftamenni en ég er helst á að skófatn-
aður Færeyinganna, sem var leðurklossar með
trébotnum, hafi ráðið þama nokkm um því
þeir beittu óspart hælunum sem negldu þá
fasta við jörðina en Austfirðingamir voru á
venjulegum leðurskóm sem áður voru kallaðir
„dönsku skómir“, víst til aðgreiningar frá
íslensku skónum sem þá vom ýmist gerðir úr
leðri af nautgripum, hrosshúð, sauðaskinni eða
selskinni. Svo má ekki gleyma skráps- eða
roðskinnsskóm, sem sjaldan sáust. Best hefði
verið að allir hefðu verið berfættir en þessi
úrslit voru víst ekki tekin svo alvarlega, a.m.k.
engin stig gefin eða verðlaun, einungis hrópað
húrra fyrir sigurvegumnum ásamt lófaklappi.
Að loknum reipdrættinum sýndu Fær-
eyingamir sína þjóðlegu dansa og lögðu þar
með sinn skerf til hátíðahaldanna. Þessir þætt-
ir samkomunnar, sem Færeyingamir tóku þátt
í, em mér einkar minnistæðir. Innanhús-
skemmtunin fór fram með leiksýningu og
dansi. A þessum ámm vom danssamkomur
haldnar í bamaskólahúsinu. Eg minnist þess,
þótt ekki tæki ég þátt í dansinum, að þar var
dansað af miklu fjöri. Fyrir dansinum lék Ingi
Lár af miklu fjöri og enn minnist ég hreyfinga
hans við píanóið, þar var leikið af líft og sál;
hann vaggaði sér til hægri og vinstri og fylgdi
hljómfallinu eftir með líkama sínum, fr á hæstu
til lægstu tóna, og fingraleiknin stórkostleg.
En sveittur var snillingurinn, enda vel hlýtt í
danssalnum. Ingi vakti þama mesta athygli
mína, 12 ára snáðans.
24