Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 133
Vegna 24. heftis
s
Ur bréfi frá Vilhjálmi Hjálmarssyni:
„Ég ætla að nefna til gamans eitt lítið atriði sem ég rak augun í á bls. 51 í
Múlaþingi þar sem stendur „eigum“ í hornklofa á eftir „uggum“ í bréfinu hans Níelsar
snikkara. „Eigum“ er hárrétt skýring. En Níels notar hér aðeins hálfan talshátt sem
ég kannast vel við: Ekki veitir mér af uggum mínum og roði. Uggar og roð töldust
víst með úrgangi fyrr sem nú, þrátt fyrir gjömýtingu alls matarkyns fyrrum, sbr.
gömlu þuluna: ...ugga og roð, ugga og roð, segir prestsins kona...“
...“Margrét kona mín kannast vel við Geirmund Magnússon (bls. 46) þótt ekki
muni hún hafa séð hann. Á Úthéraði þótti Geirmundur natinn við sjúkar kýr og var
oft kallaður kúadoktor. Hann átti doðaáhöld og var sóttur á bæi þegar kýr fengu doða
eftir burð. Geirmundur var a.m.k. einu sinni sóttur að Húsey í Hróarstungu (um
1925), með góðum árangri að sögn Aðalbjargar Sigurðardóttir húsfreyju (þetta sagði
Margrét mér eftir að við höfðum lesið frásögn Múlaþings af gegningum Geinnundar
norður í Víkum).“
Leiðrétting og ein viðbót
Á bls. 129 er mynd af Bjarna Árnasyni í heyskap. Hann er ekki á Krossi, eins og
segir í myndartexta, heldur Staffelli.
Þá gleymdist að geta þess að mynd af Eiríki B. Eiríkssyni á bls. 84 er tekin af
Sigurði Blöndal, greinarhöfundi.
Ritstj.
Leiðrétting
í 24. hefti Múlaþings var birt frásögn sem hét „Síðasti förumaðurinn í Fellum“.
í stuttum eftirmála þar sem ég rakti í stuttu máli æviágrip Bjarna Ámasonar komu
fyrir nokkrar villur. Hér verður reynt að leiðrétta þær.
Árni Ólafsson, faðir Bjama, fluttist til Norðfjarðar um aldamótin. Hann
eignaðist dreng með Guðrúnu Sveinsdóttur þegar þau voru samtíða á Kolfreyju í
Fáskrúðsfirði. Drengurinn sem fæddist 5. október 1895 hét Sveinn Ólafur Halldór,
hann fylgdi föður sínum til dauðadags hans en Árni dó á Norðfirði 26. mars 1915.
Júlía og Ásmundur í Brimnesgerði eignuðust 9 böm. Þau voru: Ólöf Stefanía f.
6. janúar 1893, d. 18. apríl 1909, Solveig Svanhvít f. 1. júlí 1894, Oktavía Guðrún
Björg f. 30. október 1895, Sigtryggvina Alberta f. 27. september 1987, Kristín
Elísabet f. 2. nóvember 1898, Dagrún Olga Aðalheiður f. 14. des nóvember 1899,
Indriði Valdimar f. 29. mars 1900, Karl Óskar Austfjörð f. 23. mars 1903, d. 2.
febrúar 1904, Ágústa Dómhildur f. 4. ágúst 1905.
Hrafnkell A. Jónsson
131