Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 145
Nítjándu aldar byggð í Rana
Eiríkshús
gerðishúsum í Fljótsdal. Eiríkur er þá
kvæntur Margréti (1671) Jónsdóttur og eiga
þau soninn Pál. Hún var dóttir Jóns (1670)
Jónssonar bónda á Hóli í Norðurdal Fljóts-
dals. Systir Jóns á Hóli var Solveig fyrri
kona Eiríks Runólfssonar, sem áður er
getið. Bróðir Jóns á Hóli var Þorsteinn
(1826), sem Melaætt er af komin. En móðir
Margrétar var Gróa dóttir Hrekkja-Erlendar
Arnasonar (11156) frá Móbergi í Langadal.
Hann var greindur og glettinn en vinsæll af
alþýðu (sjá Þjs. Sigf. Sigfúss.).
Um Eirík og Margréti segir sr. Vigfús
Ormsson á Valþjófsstað í húsvitjunarbók
árið 1804: „ Ráðsettur, drífandi, iðjusamur ,
kann sinn kristindóm með eptirþanka." Um
Margréti segir hann: „Iðjusöm og hrein-
virk.“ Prestur kom iðulega til hennar
tornæmum bömum. í Æ. Au. er sagt um þau
hjónin: „Hann var lengi hreppstjóri í
Fljótsdal og þótti ágætur maður og hún
besta kona.“
Eiríkur og Margrét giftust 19. september
1796. Sigríður á Kleif, hálfsystir hans, gaf
Ljósm. Páll Pálsson
þeim þá „kodda og hafði sjálf ofið verið.
Þann kodda notuðu þau hjón síðan og eftir
það Jámgerður dóttir þeirra og Jón á Stóra-
steinsvaði meðan þau lifðu bæði og Járn-
gerður eftir það til dauðadags.“ Sonardóttir
hennar, Ingigerður Einarsdóttir, átti koddann
1918 og var verið þá enn sterkt. (Æ.Au.)
Búskaparferill Eiríks og Margrétar.
Þau bjuggu eitt ár í Húsum og var
Vilborg Pálsdóttir hjá þeim, fluttust að
Egilsstöðum vorið 1797 og voru þar til
1804. Vilborg var ætíð hjá syni sínum.
Sama vorið fluttist Þorsteinn bróðir
Margrétar að Egilsstöðum svo að þar varð
tvíbýli. Gróa Erlendsdóttir móðir þeirra var
hjá syni sínum, naut barna sinna síðustu
æviárin og lést sjötug árið 1810.
Eiríkur og Margrét fluttust að Brekku-
gerði vorið 1804, voru þar eitt ár , fluttust
þá að Görðum í Fljótsdal, hjáleigu frá
Valþjófsstað. Eftir tvö ár breyta þau mikið
um búsvæði. Ekki er ljóst, hvað olli því.
143