Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 159
Stefán Th. Jónsson,
eignast Stefán m/b Garðar, sem
almennt gekk undir nafninu
Grænborði og var aðallega í
flutningum, meðal annars við að
safna fisklifur fyrir bræðslumar.
Arið eftir eignast hann m/b
Fálka, 6,5 br.tn. Árið 1907
keyptu Stefán og Vilhjálmur
Amason m/b Val, NS. 204, 6
br.tn. og m/b Hánef, 1908. Árið
1907 keypti Stefán m/b Skúla
fógeta NS. 205, 7 br.tn. og 1908
keypti hann m/b Bergþóm NS.
234, 7 br.tn., báða frá Dan-
mörku. Árið 1928 eignaðist
Stefán m/b Unni, NS.245, 29
br.tn. Árið 1910 keyptu Stefán
og Hermann Þorsteinsson m/b
Frí, 6 br.tn. Sama ár keyptu
Stefán, Sigurður Jónsson og H.
Hansen e/s Hrólf. Þetta ár keypti Stefán einnig
m/b Títan, 6 br.tn. Árið 1916 keypti Stefán í
félagi við annan m/s Óðin, 48 br. tn.
norskbyggt selveiðiskip. Var hann gerður út til
fiskveiða, hákarlaveiða og selveiða í íshafinu.
Upphaflega átti Stefán Óðin að 5/8 en allan
eftir 1920.
Stefán Th., Sigurður Jónsson, Lars Ims-
land og Þórarinn Guðmundsson stofnuðu
„Síldveiðifélagið Ölduna“ árið 1906. Félagið
keypti e/s Nóm og gerðu það út í nokkur ár.
Arið 1918 keypti Öldufélagið eignir Þorsteins
Jónssonar borgara á Skálum og rak þar
verzlun, útgerð, fiskkaup, fiskverkun og
lifrarbræðslu til ársins 1930. Öldufélagið
leigði m/s Öldu af Imsland, til flutninga á
aðföngum til Skála og saltfiskinum til
Seyðisfjarðar. Þar var fiskurinn vaskaður,
þurrkaður og pakkaður til útflutnings. Árið
1922 keypti Öldufélagið m/s Öldu af Imsland.
Aður höfðu Stefán og L. Imsland stundað
félagsútgerð og fiskkaup á Skálum í nokkur
ár. Auk þess að verka afla eigin útgerðar
BjólfurNS 9,fyrsti vélbáturinn í eigu Austfirðinga.
Ljósm. úr Iðnsögu Austurtands, síðari hluta
keypti Stefán fisk af erlendum togurum og
íslenzkum og færeyskum útróðramönnum.
I júnímánuði 1913 stofnuðu Stefán og
Peter L. Mogensen gosdrykkjaverksmiðjuna
„Seyðisfjörð“. Verksmiðjan framleiddi „Al-
mennt sódavatn“, „Svenskt sódavatrí', „Hind-
bær Límonade“, „Jarðaberja Limonade“ og
„Sítron sódavatn“. Verksmiðjan var í kjallara
barnaskólahússins. Eftir 1915 framleiddi
verksmiðjan einnig sultu og saft. Frá árinu
1922 átti Stefán gosdrykkjaverksmiðjuna
einn, en seldi hana Harald Johansen kaup-
manni 1926. Árið 1927 keypti Stefán vömbíl
en fram að þeim tíma notaði hann ýmist
hestvagn eða lítinn mótorbát til vöruflutninga
fyrir verzlun sína og útgerð.
Árið 1930 var Stefán gerður gjaldþrota
ásamt Gísla Johnsen, Sæmundi Halldórssyni
og fleiri athafnamönnum á þessum tíma.
Framsóknarflokkurinn undir forsæti Tryggva
157