Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 148
Múlaþing
Vilborg (1674), f. 11. jan. 1803, d. 30.
ág. 1871, giftist Sveini (3928) í Götu í
Fellum Einarssyni. Attu níu börn, þrjú
þeirra dóu ung, hin voru á Héraði og
Borgarfirði eystra og eiga marga afkom-
endur. Hluti annarrar kynslóðar fór til
Ameríku og er þar fjölmenn deild ættar-
innar.
Solveig (1711), f. 4. apr. 1806, d. 7. okt.
1884. Giftist Pétri (7347) Bjarnasyni.
Bjuggu í Víðivallagerði frá 1825 til 1831.
Eftir það voru þau víða og áttu nokkur börn
en sum dóu. Tveir synir þeirra giftust
dætrum Jóns Sölvasonar, frumbyggja á
Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Þangað
barst Solveig fyrir 1847 og dvaldi lengi.
Var síðast hjá sr. Einari Jónssyni, systur-
syni sínum, sem þá var prestur að Felli í
Sléttuhlíð. Solveig þótti gáfuð, dugleg og
orðheppin en hjónabandið fór illa, þau
Pétur skildu og giftist hann aftur Ingibjörgu
Þorleifsdóttur sem frá er sagt í 21. b.
Múlaþings, bls. 57.
Tvær dætur fæddust á Eiríkshúsum.
Sigríður (1720), f. 26. okt. 1807, giftist
ekki, drukknaði í Lagarfljóti 3. des. 1854.
Guðrún (1721), f. í nóv. 1809, dó á Víði-
völlum ytri 9. okt. 1824.
Járngerður (1722), f. 20. feb. 1812, d.
24. okt. 1898, giftist Jóni (8008) Þorsteins-
syni frá Götu í Fellum. Þau bjuggu á
Stórasteinsvaði í Hjaltastaðarþinghá. Attu
níu börn, fjögur dóu ung, tvær dætur dóu
tæplega tvítugar og aðrar tvær dóu á
þrítugsaldri. Yngstur var Einar, sem varð
prestur á Felli, svo á Miklabæ í Blönduhlíð,
Kirkjubæ í Tungu, Desjarmýri í Borgarfirði
og seinast á Hofi í Vopnafirði og prófastur
í Norðurmúlasýslu. Hann er höfundur
ritsins Ættir Austfirðinga sem er ein aðal
heimild þessara þátta. Jámgerður var fróð
um ættir og sagnir. Sr. Einar ritaði margt
upp eftir móður sinni og vitnar oft til
hennar í Æ. Au. Hún lést á Kirkjubæ.
Það er í frásögur fært um Jón Þorsteins-
son, mann Járngerðar Eiríksdóttur, að
þegar hann var tæplega tvítugur beitar-
húsasmali á Valþjófsstað hjá sr. Stefáni
Arnasyni lærði hann „að skrifa í hjáverkum
sínum í beitarhúsinu, skrifaði með fjaðra-
penna úr sótbleki á hrosskjálka." Þegar
heim kom var hans verk að gera að
húsgögnum og amboðum, því hann var
besti smiður á tré og járn. Þegar Jón var
tvítugur útvegaði Eiríkur Eiríksson honum
og móður hans ábúð á hálfri Klúku í
Fljótsdal, eins og áður hefur verið minnst á.
Jón lést tæplega sextugur úr brjóstveiki.
Hér hafa verið nefnd dæmi um
mannheill og persónuleika Eiriks Eiríks-
sonar. Ekki er til bein lýsing á útliti hans.
En á bls. 386 í X. bindi af Þjóðsögum og
sögnum Sigfúsar Sigfússonar er haft eftir
Oddi Jónssyni á Skeggjastöðum í Fellum,
að hann hafi „á kaupstaðarferð á
Reyðarfjarðardal hitt tvo þá einkenni-
legustu og tilkomumestu bændur, sem hann
hefði séð, báða gervilega, fríða sínum,
gerpilega og góðlega, með silkigult hár á
herðar niður.“ „Fékk hann að vita að það
hefðu verið þeir Eiríkur frá Aðalbóli og
Eiríkur Runólfsson frá Brú.“
Við þessa frásögu er ýmislegt að
athuga. Tímans vegna er útilokað að þetta
hafi verið Eiríkur Runólfsson. Hann lést
árið 1794 og var f. um 1728. En Eiríkur á
Aðalbóli var f. árið 1778, giftist Önnu
Guðmundsdóttur þar 19. júlí 1802 og hófu
þau þá búskap. Má telja nokkurn veginn
öruggt að hér sé átt við Eirík son Eiríks
Runólfssonar. Oddur Jónsson fæddist um
1777 en Eiríkur Eiríksson um 1775. Þetta
sýnir að Oddur Jónsson, Eiríkur Eiríksson
og Eiríkur Sigurðsson á Aðalbóli voru allir
samtímamenn. Það að þeir hittust í
kaupstaðarferð í Reyðarfjarðardal sýnir, að
146