Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 12
Múlaþing
Eiríkur Sigurðsson
1976. Jón segir þar um fyrsta lag Inga:
„Eitt sumar á unglingsárum sínum var
Ingi við vegavinnu á Fljótsdalsheiði. Það
vakti athygli að hann hafði í farangri
sínum, fyrir utan venjulegt hafurtask vega-
vinnupilta, tösku eina mikla. 1 henni reynd-
ist vera lítið ferðaorgel, sem faðir hans
hafði gefið honum. Það er haft fyrir satt að
þarna í heiðinni og við þetta orgel hafi
orðið til fyrsta lag hans sem víðkunnugt
varð „Ó, blessuð vertu sumarsól“, við Ijóð
Páls Ólafssonar. Ingi mun síðan strax hafa
æft lagið með félögum sínum þarna í tjöld-
unum og um næstu helgi fór allur hópurinn
til kirkju á Valþjófsstað. Þar var þá prestur
séra Þórarinn Þórarinsson, faðir þess
Þórarins skólastjóra, sem setti þessa
samkomu. Óll fjölskylda séra Þórarins var
mjög söngvin, og hefur vafalaust fagnaðþví
afheilum hug, þegar þetta nýja og Ijúfa lag
barst henni óvœnt ofan úr heiðinni. Það
var fyrst œft inni í stofu á Valþjófsstað; en
eftir messu á sunnudaginn var kirkjuorgelið
flutt út á tún, og heimafólk og kirkjugestir
tóku lagið í blessaðri sumarsólinni þarna
undir kirkjuveggnum.
Lagið var prentað í tímaritinu Óðni, sem
Þorsteinn skáld Gíslason gaf út, og síðar;
árið 1915, þegar Ingi var á 23. ári, birtist
það í Islenzku söngvasafni þeirra Sigfúsar
Einarssonar og Halldórs Jónassonar frá
Eiðum, en það safnfór inn á hvert heimili í
landinu, þar sem nokkuð var sungið eða spil-
að. Síðan hefur lagið verið á hvers manns
vörum, og ég held það láti nærri, að það
megi kallast gallalaus perla. “
Og enn bætir Jón við:
„Ingi var enn í Verslunarskólanum þegar
hann samdi „Ó, blessuð vertu sumarsól".
Eftir hann lauk námi þar 1913, var hann um
hríð á Seyðisfirði og tók þá við stjórn
Karlakórsins Braga af Kristjáni Kristjáns-
syni. “
Eftir þessu að dæma bendir ártalið 1913
til þess að Ingi hafi verið um eða innan við
tvítugsaldur þegar hann samdi margnefnt
lag, því árið 1913 varð hann 21 árs.
Hér að framan eru framkomnar frásagnir
tveggja heiðursmanna um fyrsta lagið „sem
vakti athygli“ segir Eirrkur en „fyrsta lag
hans, sem víðkunnugt varð“ segir Jón, en
báðir nefna þeir þar til lagið „O, blessuð
vertu sumarsór. Það felst því í orðum
beggja að Ingi muni, eða kunni að hafa gert
einhver önnur og minni háttar lög á undan
þessu. Það má nærri geta, eftir tímasetn-
ingum, sem þeir Eiríkur og Jón setja, hvenær
fyrsta lag Inga varð til, „15 ára gamall“ segir
Eiríkur eða árið 1907, „á unglingsárum
sínum“ segir Jón, eða á þeim árum sem Ingi
var við nám í Verslunarskólanum, (en þar
lauk hann námi 1913, þá á 21. ári).
Vissulega hlýtur annar eins snillingur í laga-
smíði, og Ingi var, að hafa byrjað ungur, já
10