Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 72
Múlaþing
Skipasker. Ljósm. Karl Sigurgeirsson.
breyting þessi olli skemmdum bœði á túni og
engjum á prestsetrinu Hofi. “
í upphafi þessa máls er sagt frá eyjunni
Brimilsnesi. Enginn vafi er á að Brimilsnes
hafi í upphafi tilheyrt landnámi Böðvars
hvíta. Allar líkur eru til að Hallur Þorsteins-
son, haldi eyjunum fyrir sig þegar hann
flytur frá Hofi til Þvottár, því í Vilchins-
máldaga frá 1397, er eyjan talin til eigna og
hlunninda Þvottárkirkju og heitir þá
Brimsnes. I Gíslamáldaga frá 1570, er það
sama endurtekið. Þann 17. maí 1764, var
kirkjan á Þvottá aflögð með kóngsbréfi.
Allar hennar eigur og hlunnindi svo og
jörðin Þvottá og Þvottáreyjar, voru lögð
undir Hofskirkju (í annálum eru hvorki
jörðin Þvottá, né heldur Þvottáreyjar, taldar
til eigna Þvottárkirkju). Þegar Hofsprestur
flytur til Djúpavogs, eftir aldamótin 1900,
þá tekur hann Þvottáreyjar með sér sem sín
hlunnindi. Nafnið: „Brimsnes“ bendir til að
brim hafi náð þangað inn meðan fjörðurinn
var meira opinn fyrir úthafi.
I bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi
segir m.a. þetta um Brimilsnes:
„...Ennfremur á H, síðan kirkja var aflögð á
Þvottá, Brimilsnes í Alftafirði út af
Hœrukollsnesi. Það er langstœrsta eyjan í
firðinum, nokkuð klettótt (hœst 20 m y.s. en
annars vel gróin. Þar er œðarvarp, selveiði
og hagaganga fyrir um 30 kindur). “
Mín niðurstaða af þessum hugleiðingum
er sú, að á tímum landnáms hafi grunnur
fjörður náð alla leið inn til Hofs. Lægstu
hlutar Brimilsness verið undir vatni og hafi
því í upphafi verið kallaðir: „Hofshólmar,“
sem síðar breytist í Brimsnes og síðast
Brimilsnes. Hafi þetta verið svo þá fær
frásögnin um ferjuna og langskip í Hofs-
hólmum, í herför Þorsteins Síðu-Hallssonar
austur á Berufjarðarströnd, staðist.
Landris það sem hér hefur verið fjallað
um skýrir einnig þá breytingu sem orðið
hefur við áðurnefndar klettaborgir á
Starmýrarteigum. Það má einnig hugsa sér
hver sjávarhæð hefur verið við Þangbrands-
bryggju, þegar Þangbrandur prestur steig þar
á land síðsumars 997.
Rétt fyrir 1940 fór ég á litlum árabát frá
Melrakkanesi til Starmýrar og lenti bátnum
þar sem hét Oddsvík sem er litlu sunnar en
Leiruvogur og Þangbrandsbryggja. Eg var að
fara í heimsókn til foreldra minna sem þá
bjuggu þar. Nú, um sextíu árum síðar, er
70